Nýlegar færslur

Fundur um starfendarannsóknir

Að frumkvæði kennara við Menntaskólann við Sund hefur Jean McNiff, prófessor og alþjóðlegum sérfræðingi um starfendarannsóknir, verið boðið til landsins í tilefni af 15 ára starfsafmæli starfendarannsóknarhóps MS og 50 ára starfsafmæli MS. Jean mun flytja aðalerindi á fundi sem haldinn verður í MS miðvikudaginn 29. apríl 2020 kl. 15:00-17:30. Viðburðurinn, sem Samtökin munu koma að, verður kynntur betur á ... Lesa meira »

Nýjar greinar í Skólaþráðum

Margar greinar hafa birst í Skólaþráðum að undanförnu. Baldur Sigurðsson skrifar ritdóm um bók Rósu Eggertsdóttur, Hið ljúfa læsi, sjá á þessari slóð: http://skolathraedir.is/2020/01/09/hid-ljufa-laesi-a-vidsjarverdum-timum/. Hafþór Guðjónsson skrifar Fyrirlesturinn sem ekki varð, sjá hér: http://skolathraedir.is/2020/01/22/fyrirlesturinn-sem-ekki-vard/. Helga Birgisdóttir, íslenskukennari í Tækniskólanum, skrifar um athyglisverðan íslenskuáfanga sem hún hefur verið að þróa, sjá hér: http://skolathraedir.is/2020/02/01/islenska-taekni-og-visindi-um-islenskukennslu-a-k2/ og Valgerður S. Bjarnadóttir ræðir við Björk Ingadóttur, ... Lesa meira »

Ágústráðstefnan 2020 verður helguð skóla án aðgreiningar – menntun fyrir alla

Ákveðið hefur verið að næsta ágústráðstefna Samtaka áhugafólks um skólaþróun verði helguð menntun fyrir alla. Ráðstefnan verður haldin föstudaginn 14. ágúst, væntanlega á höfuðborgarsvæðinu og í samstarfi við fleiri aðila. Áhersla verður meðal annars lögð á að miðla frásögnum af skólastarfi þar sem vel hefur tekist að koma til móts við fjölbreytta nemendahópa. Við biðjum félagsmenn um að senda okkur ... Lesa meira »