09.03.2008 - Skólamálastefna Sambands íslenskra sveitarfélaga
Ţau tíđindi hafa nú gerst ađ Samband íslenskra sveitarfélaga hafa samţykkt skólamálastefnu.
Á grunnskólaţingi Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldiđ var 26. mars 2004 og bar yfirskriftina „Er grunnskólinn kominn til sveitarfélaganna?" töldu ţingfulltrúar mikilvćgt ađ sambandiđ yrđi virkari stefnumótunar- og samrćmingarađili í grunnskólamálum og öflugri tengiliđur viđ skólaskrifstofur í landinu. Leggja ţyrfti grunn ađ sameiginlegum vettvangi innan sveitarstjórnarstigsins til ađ rćđa málefni skóla og menntunar. Jafnframt var lagt til ađ sveitarfélögin í landinu mótuđu sér sameiginlega stefnu um skólamál á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga auk ţess sem hvert sveitarfélag mótađi eigin skólastefnu.
Skólamálanefnd sambandsins, sem sett var á laggirnar áriđ 2005 á grundvelli tillagna grunnskólaţingsins, hefur unniđ ađ mótun stefnu sambandsins í skólamálum í samstarfi viđ sveitarfélögin í landinu, frćđimenn á sviđi skóla og menntunar og sérfrćđinga sambandsins allt frá hausti 2006.
Í skólamálastefnu sambandsins er sjálfstćđi sveitarfélaga til ađ stjórna eigin skólamálum lagt til grundvallar og henni skipt upp í fjóra megin ţćtti: Hlutverk;Leiđarljós;Almenn stefnumiđ;Eftirlit og gagnaöflun. Er stefnumörkuninni er fyrst og fremst ćtlađ ađ varpa ljósi á ţađ hlutverk sem sambandiđ hefur gagnvart sveitarfélögum í ţessum umfangsmikla málaflokki og hvernig ţađ hyggst rćkja ţađ međ sem skilvirkustum hćtti í ţágu ţeirra.
Samkvćmt lögum Sambands íslenskra sveitarfélaga er eitt af meginhlutverkum sambandsins „ađ vera sameiginlegur málsvari sveitarfélaganna í landinu og vinna ađ sameiginlegum hagsmunamálum ţeirra og samstarfi". Ţetta á viđ um skólamál jafnt og önnur verkefni sem sveitarfélögunum eru falin.