04.02.2013 - Dagskrá um leitarađferđir og skapandi skólastarf
Dagana 5. og 6. apríl efna Samtökin til dagskrár um leitaraðferðir og skapandi skólastarf. Dagskráin, sem er einkum ætluð unglingastigs- og framhaldsskólakennurum, fer fram í í Fjölbrautaskólanum við Ármúla.
Dagskráin hefst kl. 14.00 á föstudeginum með fyrirlestri Jack Zevin, prófessors við Qeens College in New York. Zevin nefnir fyrirlestur sinn Think About Teaching Creatively: In the Box – Out of the Box and Off the Walls. Zevin er prófessor í kennslu samfélagsgreina við Queens College í New York og hefur skrifað fjölda greina og bóka en þær kunnustu eru Social Studies for the 21st Century, Teaching World History as Mystery og Teaching on a Tightrope: The Diverse Roles of a Great Teacher.
Að fyrirlestri loknum verða málstofur þar sem framhaldsskólakennarar kynna áhugaverð verkefni sem tengjast sköpun.
Á laugardeginum stjórnar Zevin vinnustofu um leitarnámsaðferðir.