14.01.2016 - Ţemu ágústráđstefnunnar og ársţingsins í nóvember
Stjórn Samtaka áhugafólks um skólaþróun hefur ákveðið þemu fyrir ágústráðstefnuna okkar og ársþingið í nóvember. Við fengum fjölmargar hugmyndir frá félögum í gegnum Facebook síðuna okkar og þökkum kærlega þær - en nú þurfum við fleiri ábendingar!
Niðurstaða okkar er að helga ágústráðstefnuna (12. ágúst) samvinnu í skólum en fjalla um stóru málin í nóvember (4. nóvember). Takið þessa daga frá!
Á ágústráðstefnunni munum við fjalla meðal annars um samvinnunám, áhugaverð hópverkefni, teymisvinnu og teymiskennslu, samvinnu skóla og skólastiga. Nú er óskað eftir ábendingum um fyrirlestra, kynningar, námskeið, þróunarverkefni eða rannsóknir sem tengjast þessu þema.
Á nóvemberþinginu munum við ræða stóru málin! Hvernig eigum við að fjalla í skólum um flóttamannavandann, loftslagsmálin, stríð, hryðjuverk, fátækt, jafnréttismál, framtíðina? Allar ábendingar vel þegnar. Þær má setja fram hér eða senda okkur skilaboð, hér á Facebook, eða í tölvupósti (ingvar@hi.is).
Samtök áhugafólks um skólaţróun c/o Skolastofan sfl - rannsóknir og ráđgjöf, pósthólf 30, 270 Mosfellsbćr, skolastofan@skolastofan.is, sími 896 3829