02.11.2017 - Ađalfundur samtakanna föstudaginn 3. nóvember 2017
Aðalfundur Samtaka áhugafólks um skólaþróun var haldinn í Hlégarði í Mosfellsbæ, föstudaginn, 3. nóvember 2017 og hófst fundurinn kl. 12.30. Á dagskrá voru venjuleg aðalfundarstörf (sjá lög félagsins, hér).
Fundinn sátu: Aðalheiður Stefánsdóttir, Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir, Birgir Edwald, Guðlaugur Þór Ásgeirsson, Hanna Ragnarsdóttir, Haraldur Axel Einarssonm, Inga Mjöll Harðardóttir, Ingvar Sigurgeirsson, Jónína Vala Kristinsdóttir, Lilja M. Jónsdóttir og Þrúður Hjelm.
1. Fundarsetning
Þrúður Hjelm formaður samtakanna setti fundinn.
2. Kosning starfsmanna fundarins, fundarstjóra og fundarritara.
Birgir Edwald og Ingvar Sigurgeirssonar voru kosnir starfsmenn fundarins, Birgir fundarstjóri og Ingvar fundarritari.
3. Skýrsla stjórnar fyrir síðustu tvö ár kynnt og rædd.
Meginviðfangsefni hafa verið ráðstefnuhald og útgáfa vefritsins Skólaþráða, sem hófst í desember 2016. Yfirlit um þær ráðstefnur sem haldnar hafa verið er að finna á www.skolathroun.is. Um efni í Skólaþráðum, sjá www.skolathraedir.is
4. Endurskoðaðir reikningar fyrir síðustu tvö ár kynntir og afgreiddir.
5. Starfsáætlun til tveggja ára og langtíma stefnumörkun.
Meðal þess sem rætt var var að endurskoða þyrfti heimasíðu samtakanna og var tekin ákvörðun um að í það yrði ráðist. Þá var talsvert rætt um tímasetningu aðalfundar og málþings í tengslum við hann, í ljósi lítillar aðsóknar undanfarin ár. Þá var rætt um hvernig betur mætti koma til móts við félagsmenn á landsbyggðinni, m.a. með útsendingum efnis frá viðburðum. Ræddar voru hugmyndir um ráðstefnur sem sérstaklega höfðuðu til stjórnenda og einnig um möguleika á að flytja inn erlenda fyrirlesara. Nokkuð var rætt um mögulegt kynningarefni, t.d. í formi minnislykla. Bent var á ýmsa möguleika á ráðstefnuhaldi með öðrum aðilum, t.d. Grunni, félagi starfsfólks á fræðsluskrifstofum.
6. Lagabreytingar kynntar, ræddar og afgreiddar.
Engar lagabreytingar höfð komið fram.
7. Tillaga að árgjaldi kynnt, rædd og afgreidd.
Samþykkt voru óbreytt árgjöld, kr. 2000.- (innheimtukostnaður innifalinn).
Samtök áhugafólks um skólaţróun c/o Skolastofan sfl - rannsóknir og ráđgjöf, pósthólf 30, 270 Mosfellsbćr, skolastofan@skolastofan.is, sími 896 3829