Ágústráðstefnan 2020 verður helguð skóla án aðgreiningar – menntun fyrir alla

Ákveðið hefur verið að næsta ágústráðstefna Samtaka áhugafólks um skólaþróun verði helguð menntun fyrir alla. Ráðstefnan verður haldin föstudaginn 14. ágúst, væntanlega á höfuðborgarsvæðinu og í samstarfi við fleiri aðila. Áhersla verður meðal annars lögð á að miðla frásögnum af skólastarfi þar sem vel hefur tekist að koma til móts við fjölbreytta nemendahópa. Við biðjum félagsmenn um að senda okkur ábendingar um efni.

Leave a Reply