Málþing um mótun menntastefnu til 2030

Nóvemberþing (ársþing) Samtaka áhugafólks um skólaþróun verður að þessu sinni helgað mótun menntastefnu til 2030. Í Reykjavík er verið að leggja síðustu hönd á slíka stefnumörkun og fram hefur komið að menntamálaráðherra hefur hafið fundaröð til að undirbúa mótun menntastefnu til sama tíma.

Þingið er haldið í samvinnu við Rannsóknarstofu um þróun skólastarfs.

Við spyrjum:

  • Hvaða þýðingu hefur stefnumörkun fræðsluyfirvalda? Er hennar þörf?
  • Hvað vill áhugafólk um skólaþróun leggja af mörkum til þessarar umræðu?
  • Hverjar eiga að vera helstu áherslur menntastefnunnar?

Við munum vinna í hópum eins og gert hefur verið að á nóvemberþingum Samtaka áhugafólks um skólaþróun undanfarin ár (eftir aðferð sem oft kennd er við heimskaffi (sjá t.d. hér http://skolathraedir.is/tag/heimskaffi/). Umræðustjórar eru Anna Kristín Sigurðardóttir og Ingvar Sigurgeirsson sem bæði eru prófefssorar við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Stutt erindi (8-12 mín) flytja:

  • Björgvin Ívar Guðbrandsson kennari við Langholtsskóla, en Björgvin er í hópi kennara sem leiðir þróunarstarf á unglingastigi skólans þar sem leitað er að nútímalegum kennsluháttum sem eiga að búa nemendur undir framtíðina.
  • Fríða Bjarney Jónsdóttir deildarstjóri Nýsköpunarmiðju á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar, en þessari deild er ætlað að veita stuðning og ráðgjöf við innleiðingu menntastefnu borgarinnar.
  • Guðbjörg Aðalbergsdóttir skólameistari Framhaldsskólans í Mosfellsbæ, en skólinn hefur verið leiðandi í þróun kennsluhátta þar sem nemendur eru virkir þátttakendur.
  • Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, námssálarfræðingur og frumkvöðull, stofnandi Tröppu og Köru Connect.

Þingið verður haldið fimmtudaginn 1. nóvember, kl. 16.00-20.00 á Háskólatorgi (Litla Torgi) í Háskóla Íslands . Boðið verður upp á léttan kvöldverð. Þátttökugjald er ekkert fyrir félagsmenn í Samtökum áhugafólks um skólaþróun en kr. 1500.- fyrir utanfélagsmenn. Unnt verður að taka þátt í þinginu í gegnum fjarfundakerfi á þessari slóð:  https://c.deic.dk/fundir_ingvars/

Skráning er á þessari slóð: https://ugla.hi.is/K2/eydublad.php?sid=135&fid=9127

Leave a Reply