Fréttir

Afmælisfundi um starfendarannsóknir frestað

Menntaskólinn við Sund og Samtök áhugafólks um skólaþróun ráðgerðu að halda fund í Menntaskólanum við Sund miðvikudaginn 29. apríl í tilefni af 15 ára starfsafmæli starfendarannsóknarhóps MS og 50 ára starfsafmæli MS. Því miður verður að fresta þessum fundi – vonandi verður hægt að halda hann í haust. Lesa meira »

Fréttabréf 10. mars 2020

Afmælisfundur um starfendarannsóknir Menntaskólinn við Sund og Samtök áhugafólks um skólaþróun halda fund í Menntaskólanum við Sund miðvikudaginn 29. apríl, 2020 kl. 15:00-17:30 í tilefni af 15 ára starfsafmæli starfendarannsóknarhóps MS og 50 ára starfsafmæli MS. Félagsmönnum í Samtökum áhugafólks um skólaþróun og starfsfólki MS er boðið á ráðstefnuna – aðrir greiða kr. 1500.- Skráning er hér Dagskrá: Kl. 15:00-16:00 ... Lesa meira »

Fundur um starfendarannsóknir

Að frumkvæði kennara við Menntaskólann við Sund hefur Jean McNiff, prófessor og alþjóðlegum sérfræðingi um starfendarannsóknir, verið boðið til landsins í tilefni af 15 ára starfsafmæli starfendarannsóknarhóps MS og 50 ára starfsafmæli MS. Jean mun flytja aðalerindi á fundi sem haldinn verður í MS miðvikudaginn 29. apríl 2020 kl. 15:00-17:30. Nánari upplýsingar um dagskrá og skráningu. Lesa meira »

Nýjar greinar í Skólaþráðum

Margar greinar hafa birst í Skólaþráðum að undanförnu. Baldur Sigurðsson skrifar ritdóm um bók Rósu Eggertsdóttur, Hið ljúfa læsi, sjá á þessari slóð: http://skolathraedir.is/2020/01/09/hid-ljufa-laesi-a-vidsjarverdum-timum/. Hafþór Guðjónsson skrifar Fyrirlesturinn sem ekki varð, sjá hér: http://skolathraedir.is/2020/01/22/fyrirlesturinn-sem-ekki-vard/. Helga Birgisdóttir, íslenskukennari í Tækniskólanum, skrifar um athyglisverðan íslenskuáfanga sem hún hefur verið að þróa, sjá hér: http://skolathraedir.is/2020/02/01/islenska-taekni-og-visindi-um-islenskukennslu-a-k2/ og Valgerður S. Bjarnadóttir ræðir við Björk Ingadóttur, ... Lesa meira »

Fréttabréf 20. október 2019

Takið þátt í að móta starfið – mætið á aðalfundinn Aðalfundur Samtaka áhugafólks um skólaþróun verður haldinn á Kaffi Reykjavík, Vesturgötu 2, 101 Reykjavík, mánudaginn 4. nóvember, kl. 17.00-18.00/18.30. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf (sjá lög félagsins á þessari slóð: http://skolathroun.is/log-samtakanna/). Fyrir fundinum liggur tillaga um nokkrar lagabreytingar, m.a. um kjör ritstjórnar Skólaþráða, veftímarrits samtakanna og tillaga um heimild til að kjósa heiðursfélaga. Sjá ... Lesa meira »

Aðalfundur Samtaka áhugafólks um skólaþróun

Aðalfundur Samtaka áhugafólks um skólaþróun var haldinn á Kaffi Reykjavík, Vesturgötu 2, 101 Rvík, mánudaginn 4. nóvember, kl. 17.00-18.00/18.30. Á dagskrá voru venjuleg aðalfundarstörf (sjá lög félagsins á þessari slóð: http://skolathroun.is/log-samtakanna/). Fyrir fundinum lá tillaga um nokkrar lagabreytingar, m.a. um kjör ritstjórnar Skólaþráða, veftímarrits samtakanna og tillaga um heimild til að kjósa heiðursfélaga. Sjá nánar tillögu um lagabreytingar hér. Skýrsla ... Lesa meira »

Fréttabréf 12. september 2019

Ráðstefna um rannsóknir í framhaldsskólum Samtökin taka þátt í ráðstefnunni MENNTUN TIL FRAMTÍÐAR: RÁÐSTEFNA UM RANNSÓKNIR OG NÝBREYTNI Í FRAMHALDSSKÓLUM sem haldin verður í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti þann 20. september 2019, kl. 12:30–17:30. Aðalfyrirlestur flytur Berglind Rós Magnúsdóttir, dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og nefnir hún erindið „Allir í fjölskyldunni hafa farið í þennan skóla nema ég“: Skólaval, sjálfsmyndarsköpun og áskoranir nemenda í ... Lesa meira »

Fréttabréf 15. maí 2019

Snjallt skólastarf – möguleikar og áskoranir nýrrar tækni Við minnum á ráðstefnuna miðvikudaginn 14. ágúst nk. Skráning er í fullum gangi en við vekjum athygli á því að aðeins 300 komast á ráðstefnuna svo ef þið viljið tryggja ykkur sæti er rétt að hafa hraðann á. Nánari upplýsingar og skráning er á þessari slóð: http://skolathroun.is/radstefnur/snjallt-skolastarf/ Í tengslum við ráðstefnuna flytur ... Lesa meira »

Fréttabréf – 19. apríl 2019

Snjallt skólastarf – möguleikar og áskoranir nýrrar tækni Ágústráðstefna samtakanna er að þessu sinni í samstarfi við RANNUM (Rannsóknarstofu í upplýsingatækni og miðlun. Ráðstefnan verður í húskynnum Menntavísindasviðs (Kennó) 14. ágúst. Daginn áður, 13. ágúst, kl. 15.00 flytur opin fyrirlestur, dr. Jennifer Rowsell, prófessor við Háskólann í Bristol, fyrirlestur í Skriðu (Menntavísindaviði Háskóla Íslands). Fyrirlesturinn nefnir hún Feeling Smart & Being ... Lesa meira »