Fréttabréf 10. mars 2020

Afmælisfundur um starfendarannsóknir

Menntaskólinn við Sund og Samtök áhugafólks um skólaþróun halda fund í Menntaskólanum við Sund miðvikudaginn 29. apríl, 2020 kl. 15:00-17:30 í tilefni af 15 ára starfsafmæli starfendarannsóknarhóps MS og 50 ára starfsafmæli MS.

Félagsmönnum í Samtökum áhugafólks um skólaþróun og starfsfólki MS er boðið á ráðstefnuna – aðrir greiða kr. 1500.-

Skráning er hér

Dagskrá:

Kl. 15:00-16:00 Jean McNiff prófessor og alþjóðlegur sérfræðingur: Action Research in the Classroom.

Kl. 16:00-16:30 Hjördís Þorgeirsdóttir félagsfræðikennari við MS: Starfendarannsóknir í MS í 15 ár.

Kl. 16:30- 17:30 Umræður í hópum og léttar veitingar.

Ágústráðstefnan 14. ágúst

Þann 14. ágúst verður haldin á höfuðborgarsvæðinu ráðstefna helguð þemanu Öll börnin okkar: Hvernig komum við til móts við fjölbreyttan nemendahóp? Að þessum viðburði standa Samtök áhugafólks um skólaþróun í samvinnu við Kennarasamband Íslands og Samband sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Boðið verður upp á fyrirlestra, málstofur, vinnustofur og kynningar með menntabúðafyrirkomulagi þar sem áhersla verður lögð á leiðir til að koma betur til móts við fjölbreyttan nemendahóp.

Félagsmenn í Samtökum áhugafólks um skólaþróun, sem og aðrir, eru hvattir til að senda undirbúningsnefnd ráðstefnunnar ábendingar um efni sem ástæða er til að kynna á ráðstefnunni.

Nýjar greinar í Skólaþráðum

Við bendum á greinar sem hafa verið að birtast í Skólaþráðum að undanförnu:

Íslensku menntaverðlaunin

Leave a Reply