Snjallt skólastarf

Snjallt skólastarf – möguleikar og áskoranir nýrrar tækni

Þann 14. ágúst nk. halda Samtök áhugafólks um skólaþróun ágústráðstefnu sína í samstarfi við RANNUM. Þar verður snjalltæknin til skoðunar, möguleikar hennar, áskoranir og sóknarfæri. Yfirskrift ráðstefnunnar verður: Snjallt skólastarf – möguleikar og áskoranir nýrrar tækni. 

Ráðstefnan verður í húsakynnum Menntavísindasviðs (áður Kennaraháskóli Íslands).

Í tengslum við ráðstefnuna flytur dr. Jennifer Rowsell, prófessor við Háskólann í Bristol, fyrirlestur í Skriðu (Menntavísindaviði Háskóla Íslands) þann 13. águst, kl. 15.00. Fyrirlesturinn nefnir hún Feeling Smart & Being Digital: Embracing the possibilities of digital pedagogy in challenging times (Verum snjöll: Tökum tækifærum upplýsingatækni í skólastarfi opnum örmum á ögrandi tímum).

Sjá nánar hér

Sérstök skráning er á fyrirlesturinn, sjá hér

Auk erinda verður á ráðstefnunni boðið upp á málstofur, kynningar, hugarflugsfundi, vinnustofur og menntabúðir eða sýningar. Menntabúðirnar verða í samstarfi við Nýsköpunarmiðju menntamála, UT-torg, Menntamiðju of fleiri aðila. Þeir sem vilja leggja af mörkum eru beðnir um að snúa sér sem fyrst til ritara samtakanna, netfang: skolastofan(hjá)skólastofan.is.

Ráðstefnan hefst kl. 9.00 og stendur til 15.00 – en gert er ráð fyrir því að menntabúðirnar standi lengur.

Fullbókað er á ráðstefnuna en þeir sem vilja skrá sig á biðlista geta gert það hér

Aðalerindi flytja:

  • Björn Gunnlaugsson: Innleiðing spjaldtölva í gunnskólum Kópavogs. Hvernig tókst til?
  • Fjóla Þorvaldsdóttir: Snjalltæknin og leikskólinn
  • Hjálmar Árnason og Sigrún Svafa Ólafsdóttir: Flippaðu eða farðu! Reynslusaga af vendinámi
  • Ingvi Hrannar Ómarsson: Snjallt skólastarf: Möguleikar og áskoranir nýrrar tækni
  • Sólveig Jakobsdóttir forstöðumaður RANNUM við Menntavísindasvið Háskóla Íslands Staða snjalltækninnar í íslenskum skólum að mati áhugafólks um skólaþróun
    Í erindinu verður greint frá niðurstöðum könnunar um notkun snjalltækja og stafrænnar tækni í íslensku skólastarfi. Þátttakendum ráðstefnunnar verður boðið að taka þátt í könnuninni.

Meðal þeirra sem munu bjóða vinnu- eða málstofur eru (með fyrirvara um breytingar):

Þátttakendur skráðir 11. júní (lokaskráning)

Myndin er fengin af heimasíðu heilsuleikskólans Krógabóls á Akureyri