Snjallt skólastarf – möguleikar og áskoranir nýrrar tækni

Þann 14. ágúst nk. halda Samtök áhugafólks um skólaþróun ágústráðstefnu sína í samstarfi við RANNUM. Þar verður snjalltæknin til skoðunar, möguleikar hennar, áskoranir og sóknarfæri. Yfirskrift ráðstefnunnar verður: Snjallt skólastarf – möguleikar og áskoranir nýrrar tækni. 

Auk erinda verður boðið upp á málstofur, kynningar, hugarflugsfundi, vinnustofur og hugsanlega menntabúðir eða sýningar. Þeir sem vilja leggja af mörkum eru beðnir um að snúa sér sem fyrst til ritara samtakanna, netfang: skolastofan(hjá)skólastofan.is.

Undirbúningur er nú í fullum gangi. Meðal þeirra sem flytja aðalerindi eru:

  • Björn Gunnlaugsson: Innleiðing spjaldtölva í gunnskólum Kópavogs. Hvernig tókst til?
  • Fjóla Þorvaldsdóttir: Snjalltæknin og leikskólinn
  • Hjálmar Árnason og Sigrún Svafa Ólafsdóttir: Flippaðu eða farðu! Reynslusaga af vendinámi
  • Ingvi Hrannar Ómarsson: Snjallt skólastarf: Möguleikar og áskoranir nýrrar tækni

Meðal þeirra sem munu bjóða vinnu- eða málstofur eru:

Nánari upplýsingar um þá sem leggja af mörkum

 

Myndin er fengin af heimasíðu heilsuleikskólans Krógabóls á Akureyri

 


Leave a Reply