Á SJÖTTA HUNDRAÐ MANNS SÓTTU RÁÐSTEFNU UM NÁMSMATSAÐFERÐIR
Á ráðstefnunni, sem haldin var í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ 14. ágúst, drógu aðalfyrirlesarar upp mynd af stöðu námsmats á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi. Í framhaldi af því kynntu kennarar af öllum skólastigum áhugaverðar hugmyndir um námsmatsaðferðir af ólíkum toga.
Dagskrá og ráðstefnugögn er að finna hér fyrir neðan:
Hver er staðan? Hvert stefnir?
13.05-13.20
Hildur Skarphéðinsdóttir skrifstofustjóri leikskólaskrifstofu Menntasviðs Reykjavíkur: Meðal Gunna og meðal Jón? Um námsmat í leikskólum
13.25-13.40
Meyvant Þórólfsson lektor KHÍ: Námsmat á grunnskólastigi
13.45-14.00
Rósa Maggý Grétarsdóttir og Sigurbjörg Einarsdóttir framhaldsskólakennarar við MH:
Námsmat í framhaldsskólum
Óhefðbundin próf
(Hlekkirnir hér á eftir hafa ekki verið uppfærðir)
14.05-14.25
Sigrún Cortes kennari í Salaskóla: Einstaklingsmiðuð próf og samvinnupróf
14.25-14.45
Guðlaug Björgvinsdóttir kennari við Hamraskóla: Námsmat sem námshvati: Einkunnaforði, svindlpróf, hóp- og parapróf, jafningja- og sjálfsmat
14.45-15.05
Berglind Axelsdóttir og Valgerður Ósk Einarsdóttir kennarar við Fjölbrautaskóla Snæfellinga: Reynslan af rafrænun prófum
Fjölbreyttar námsmatsaðferðir – einstaklingsmiðað námsmat
15.30-15.45
Elín Birna Kristjánsdóttir leikskólastjóri og Sóldís Harðardóttir aðstoðarleikskólastjóri, Leikskólanum Skerjagarði, Reykjavík: Könnunaraðferð sem náms- og þroskaleið
15.45-16.00
Brynja Aðalbergsdóttir skólastjóri Leikskólans Vesturbergs, Reykjanesbæ: Námsmat í svæðaskiptum leikskóla
16.00-16.30
Sigríður Heiða Bragadóttir aðstoðarskólastjóri Ölduselsskóla: „Hvert fiðrildi er sérstakt“: Verkmöppur og einstaklingsmiðað námsmat
16.30-16.45
Fanný Gunnarsdóttir námsráðgjafi í Álftamýrarskóla: Jafningjamat – sjálfsmat: Tvær leiðir að sama marki
16.45-17.00
Ingvar Sigurgeirsson prófessor við Kennaraháskóla Íslands: Tilraunir með námsmat í Kennaraháskólanum
Ráðstefnustjórar:
Rúnar Sigþórsson dósent við Háskólann á Akureyri og María Björk Kristjánsdóttir kennari við Menntaskólann í Reykjavík.