Month: September 2020

Snillitímar í Gerðaskóla

Tilnefning til Íslensku menntaverðlaunanna 2020 Framúrskarandi þróunarverkefni Snillitímar í Gerðaskóla, þróunarverkefni sem beinist að því að efla frumkvæði nemenda í námi með því að gefa þeim kost á að fást við skapandi verkefni á eigin áhugasviði. Bryddað var upp á Snillitímum í Gerðaskóla fyrir tveimur árum að frumkvæði eins kennara við skólann. Markmið verkefnisins er að …

Snillitímar í Gerðaskóla Read More »

Pólski skólinn – Szkoła Polska w Reykjaviku

Tilnefning til Íslensku menntaverðlaunanna 2020 Framúrskarandi skólastarf Pólski skólinn í Reykjavík fyrir mikilvægan stuðning við tvítyngda nemendur og þróun fjölmenningarlegs samfélags á Íslandi, sem og fyrir fjölbreyttar kennsluaðferðir og öfluga starfsþróun. Szkoła Polska w Reykjaviku za istotne wsparcie edukacji uczniów dwujęzycznych i rozwoju wielokulturowego społeczeństwa na Islandii oraz za różnorodne metody nauczania i intensywny rozwój …

Pólski skólinn – Szkoła Polska w Reykjaviku Read More »

Björn J. Sighvatz

Tilnefning til Íslensku menntaverðlaunanna 2020 Framúrskarandi kennari Björn J. Sighvatz, kennari á málmsmíða- og vélstjórnarbraut Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, er tilefndur fyrir framúrskarandi kennslu, meðal annars við að hvetja nemendur til dáða og stuðla að góðum námsárangri þeirra. Björn J. Sighvatz hefur kennt við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra frá 1994. Hann lauk kennaraprófi 1996, en er einnig …

Björn J. Sighvatz Read More »

Íslensku menntaverðlaunin 2020: Framúrskarandi þróunarverkefni

Fimm verkefni eru tilnefnd sem framúrskarandi þróunarverkefni. Þau þykja standast ítrustu gæðakröfur um markmið, leiðir, inntak, mat og kynningu, hafa samfélagslega skírskotun og nýtast til að efla menntun í landinu. Til greina koma verkefni sem tengjast skóla- eða frístundastarfi, listnámi eða öðru starfi með börnum og ungmennum og hafa ótvírætt mennta- og uppeldisgildi. Verkefnin eru: …

Íslensku menntaverðlaunin 2020: Framúrskarandi þróunarverkefni Read More »

Vistheimt með skólum

Tilnefning til Íslensku menntaverðlaunanna 2020 Framúrskarandi þróunarverkefni Vistheimt með skólum er fræðsluverkefni í grunn- og framhaldsskólum um vistheimt. Verkefnið beinir sjónum nemenda að endurheimt náttúrulegra gæða og mikilvægi hennar fyrir gróður og jarðveg, líffræðilega fjölbreytni og baráttuna við loftslagshamfarir. Vistheimt með skólum stuðlar að aukinni þekkingu ungmenna og kennara á vistheimt sem aðgerð til að sporna gegn …

Vistheimt með skólum Read More »

Smiðjan í skapandi skólastarfi

Tilnefning til Íslensku menntaverðlaunanna 2020 Framúrskarandi þróunarverkefni Smiðjan er þróunarverkefni á unglingastigi í Langholtsskóla í Reykjavík sem hefur það markmið að auka veg þverfaglegra viðfangsefna með áherslu á sköpun, lykilhæfni og nýtingu upplýsingatækni í námi. Smiðjan í skpandi skólastarfi hófst haustið 2017 að frumkvæði kennara skólans á unglingastigi og var liður í innleiðingu skólans á …

Smiðjan í skapandi skólastarfi Read More »

Listrænt ákall til náttúrunnar: Samtal náttúrufræði og listgreina

Tilnefning til Íslensku menntaverðlaunanna 2020 Framúrskarandi þróunarverkefni Listrænt ákall til náttúrunnar er þróunarverkefni þar sem nemendur fjalla um málefni náttúrunnar á skapandi og nýstárlegan hátt með aðferðum list- og verkgreina. Verkefnið byggist á þverfaglegri nálgun þar sem nemendur takast á við álitamál samtímans með gagnrýnu hugarfari. .  Listrænt ákall til náttúrunnar (LÁN) er þverfaglegt þróunarverkefni úr smiðju dr. Ásthildar …

Listrænt ákall til náttúrunnar: Samtal náttúrufræði og listgreina Read More »

Ólöf Ása Benediktsdóttir

Tilnefning til Íslensku menntaverðlaunanna 2020 Framúrskarandi kennari Ólöf Ása Benediktsdóttir, kennari við Hrafnagilsskóla, er tilefnd fyrir framúrskarandi árangur við kennslu á unglingastigi, fjölbreyttar kennsluaðferðir og óbilandi trú á hæfni allra nemenda. Ólöf Ása Benediktsdóttir er kennari við Hrafnagilsskóla en hún hefur kennt þar síðan 2005, einkum á unglingastigi. Skólaárið 2016-2017 var hún aðstoðarskólastjóri en auk …

Ólöf Ása Benediktsdóttir Read More »

Frístundalæsi

Tilnefning til Íslensku menntaverðlaunanna 2020 Framúrskarandi þróunarverkefni Frístundalæsi er þróunarverkefni sem snýr að eflingu máls og læsis barna í gegnum leik á frístundaheimilum og í tómstundastarfi. Verkefnið byggist meðal annars á útgáfu handbóka fyrir starfsfólk og foreldra ásamt heimasíðu með hugmyndum og leiðbeiningum. Hugmyndin að baki verkefninu beinist að því að nýta sóknarfæri í frístundastarfi …

Frístundalæsi Read More »

Scroll to Top