Month: October 2021

Aðalfundarboð, lagabreytingar, Íslensku menntaverðlaunin, samkeppni um ritun greina í Skólaþræði

Aðalfundur Aðalfundur Samtaka áhugafólks um skólaþróun verður haldin mánudaginn 8. nóvember, á Hótel Nordica, kl. 16.10 (sal I). Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf (sjá hér: https://skolathroun.is/log-samtakanna/)  en vakin er athygli á tillögum stjórnar um lagabreytingar. Lagt er til að samtökin breyti um nafn og heiti í framtíðinni: Skólaþróun. Þá er tillaga um niðurfellingu félagsgjalda þegar …

Aðalfundarboð, lagabreytingar, Íslensku menntaverðlaunin, samkeppni um ritun greina í Skólaþræði Read More »

Vendikennsla í raungreinum

Tilnefning til Íslensku menntaverðlaunanna 2021: Vendikennsla í raungreinum: Þróunarverkefni sem byggist á gerð myndbanda fyrir náttúru- og stærðfræðkennslu fyrir nemendur í grunnskólum Þróunarverkefnið Vendikennsla í raungreinum hófst í Álftanesskóla 2013 og hefur verið í stöðugri þróun síðan. Verkefnið byggist á því að búin eru til kennslumyndbönd í náttúrufræði, líffræði og stærðfræði og þau gerð aðgengileg, …

Vendikennsla í raungreinum Read More »

Leiðsagnarnám

Íslensku menntaverðlaunin 2021: Leiðsagnarnám: Þróunarverkefni um eflingu námsmenningar sem stuðlar að aukinni ábyrgð nemenda á eigin námi Skólaárin 2017–2019 stóð skrifstofa skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur (SFS) fyrir símenntunarverkefni um leiðsagnarnám. Fyrsta árið var vekefnastjórnin í höndum Nönnu Kristínar Christiansen og Eddu Gíslrúnar Kjartansdóttur ogvoru 17 skólar skráðir til þátttöku. Markmiðið var að kynna fyrir kennurum …

Leiðsagnarnám Read More »

Austur – Vestur: Sköpunarsmiðjur

Tilnefning til Íslensku menntaverðlaunanna 2021: Austur – Vestur: Sköpunarsmiðjur: Þróunarverkefni í Ingunnarskóla, Selásskóla og Vesturbæjarskóla sem beinist að því að efla skapandi hugsun, frumkvæði og nýsköpun Í Ingunnarskóla, Vesturbæjarskóla og Selásskóla hefur verið unnið að því að koma á fót sköpunarsmiðjum (e. makerspaces) þar sem nemendur og kennarar geta notað ímyndunaraflið, verið forvitnir, uppgötvað, leikið …

Austur – Vestur: Sköpunarsmiðjur Read More »

Hilmar Friðjónsson

Framúrskarandi kennari Hilmar Friðjónsson, kennari við Verkmenntaskólann á Akureyri, er tilnefndur til Íslensku menntaverðlaunanna 2021 fyrir að þróa frjóar og áhugavekjandi leiðir í stærðfræðikennslu.   Hilmar er kennari við Verkmenntaskólann á Akureyri. Hann hefur lagt áherslu á að þróa nýjar og óhefðbundnar leiðir til að auðvelda nemendum stærðfræðinám. Sérstaka athygli vekja stutt myndbönd sem Hilmar …

Hilmar Friðjónsson Read More »

Heiðrún Hámundar

Framúrskarandi kennari Heiðrún Hámundar, kennari við Brekkubæjarskóla og Tónlistarskólann á Akranesi, er tilnefnd til Íslensku menntaverðlaunanna 2021, fyrir metnaðarfulla og árangursríka tónmennta- og tónlistarkennslu.   Heiðrún er tónmenntakennari í Brekkubæjarskóla og kennari við Tónlistarskólann á Akranesi. Hún hefur í störfum sínum í Brekkubæjarskóla skapað hvetjandi námsumhverfi þar sem allir nemendur eru virkjaðir til þátttöku á …

Heiðrún Hámundar Read More »

Hanna Rún Eiríksdóttir

Framúrskarandi kennari Hanna Rún Eiríksdóttir, kennari við Klettaskóla, fékk Íslensku menntaverðlaunin 2021, fyrir framúrskarandi kennslu nemenda með fötlun, meðal annars fyrir að þróa nýjar leiðir til tjáskipta.   Hanna Rún er sérkennari í Klettaskóla. Hún hefur lagt áherslu á að þróa óhefðbundnar leiðir til tjáskipta fyrir nemendur og að finna þær leiðir sem henta hverjum og einum …

Hanna Rún Eiríksdóttir Read More »

Garðar Geirfinnsson

Framúrskarandi kennari Garðar Geirfinnsson, kennari við Grunnskólann í Þorlákshöfn, er tilnefndur il Íslensku menntaverðlaunanna 2021 fyrir áhugaverða og skapandi náttúrufræðikennslu.   Garðar er náttúrufræðikennari við Grunnskólann í Þorlákshöfn. Hann hefur kennt náttúrufræði í 5.–10. bekk og uppskorið lof fyrir meðal samstarfsfólks og nemenda. Náttúrufræði er ein vinsælasta námsgrein skólans og viðhorf nemenda til náttúrufræði einkar …

Garðar Geirfinnsson Read More »

Anna Gréta Guðmundsdóttir

Framúrskarandi kennari Anna Gréta Guðmundsdóttir, kennari við leikskólann Sæborg, er tilnefnd til Íslensku menntaverðlaunanna 2021 fyrir skapandi og lýðræðislegt leikskólastarf.   Anna Gréta er leikskólakennari við leikskólann Sæborg. Hún er fyrsti nemandinn sem útskrifast úr nýju námi við Listkennsludeild Listaháskóla Íslands. Anna Gréta hefur djúpa þekkingu á skapandi starfi og uppeldisfræðilegum skráningum sem birtast í …

Anna Gréta Guðmundsdóttir Read More »