Á annað hundrað tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna 2020

Íslensku menntaverðlaunin veita forseti Íslands, mennta- og menningarmálaráðuneytið og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið í samvinnu við fjölmarga aðila. Markmið verðlaunanna er að auka veg menntaumbótastarfs og vekja athygli samfélagsins á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi með börnum og unglingum. Framúrskarandi skólastarf eða menntaumbætur, kennari og þróunarverkefni eru verðlaunuð.  Að auki eru veitt hvatningarverðlaun til einstaklings, hóps eða samtaka sem stuðlað hafa að menntaumbótum er þykja skara fram úr

Þann 1. júní sl. rann út frestur til að tilnefna til verðlaunanna fyrir 2020 og bárust alls 111 tilnefningar. Viðurkenningaráð, undir forystu Gerðar Kristnýjar rithöfundar, vinnur nú að því að velja þrjár til fimm tilnefningar úr hverjum flokki sem kynntar verða á kennaradeginum 5. október nk.

Forseti Íslands og ráðherrar munu munu afhenda verðlaunin við athöfn á Bessastöðum í byrjun nóvember.


Nánar um verðlaunin, sjá hér: https://skolathroun.is/menntaverdlaun/


 

Scroll to Top