Aðalfundarboð, lagabreytingar, Íslensku menntaverðlaunin, samkeppni um ritun greina í Skólaþræði

Aðalfundur

Aðalfundur Samtaka áhugafólks um skólaþróun verður haldin mánudaginn 8. nóvember, á Hótel Nordica, kl. 16.10 (sal I).

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf (sjá hér: https://skolathroun.is/log-samtakanna/)  en vakin er athygli á tillögum stjórnar um lagabreytingar. Lagt er til að samtökin breyti um nafn og heiti í framtíðinni: Skólaþróun. Þá er tillaga um niðurfellingu félagsgjalda þegar félagsmenn ná sjötugsaldri og bætt við ákvæðum um Íslensku menntaverðlaunin sem félagið hefur nú umsjón með í samvinnu við fjölmarga aðila. Sjá hér nánar um lagabreytingatillögurnar. 

Sérstakir gestir fundarins verða Donata H. Bukowska og Ingvi Hrannar Ómarsson, sérfræðingar í mennta- og menningarmálaráðuneytinu, en þau hafa tekið að sér að fylgja eftir menntastefnu til 2021. Þau munu eiga við okkur samræðu um þetta mikilvæga verkefni. Undir samræðunni verða veitingar í boði félagsins.

Skráning á aðalfundinn er á þessari slóð: https://ugla.hi.is/K2/eydublad.php?sid=135&fid=10551

Íslensku menntaverðlaunin

Samtökin hafa umsjón með Íslensku menntaverðlaununum í samstarfi við fjölmarga aðila innan menntakerfisins. Tilnefningar fyrir þetta ár voru kynntar á Kennaradaginn, 5. október, sjá hér:  https://skolathroun.is/tilefningar-til-islensku-menntaverdlaunanna-2021/

Efnt til samkeppni um greinar um áhugavert leikskólastarf

Ákveðið hefur verið að efna til samkeppni um greinar um frjótt og skapandi leikskólastarf til birtingar í Skólaþráðum, vefriti samtakanna. Greinarnar mega vera allt að 5000 orð, auk myndefnis ef við á. Sóst er eftir greinum um áhugavert þróunarstarf í leikskólum, nýbreytni, aðferðir, nálganir, skemmtilegar hefðir, námsumhverfi, hugmyndir og hugmyndafræði eða rannsóknir. Veitt verða verðlaun kr. 100.000 kr., fyrir bestu greinarnar að mati dómnefndar og þær birtar í Skólaþráðum. Greinunum á að skila í ritvinnsluskjali fyrir 31. desember 2021 til skolastofan@skolastofan.is.

Við hvetjum félagsmenn til að skrifa í Skólaþræði og aðstoða okkur við að kynna ritið og þær greinar sem þar birtast sem víðast. Sjá http://skolathraedir.is/