Aðalheiður Sigurðardóttir er stofnandi verkefnis Ég er unik (www.egerunik.is) og hefur um árabil starfað sem fyrirlesari og tengslaráðgjafi fyrir foreldra og fagfólk, með sérstaka áherslu á einhverfuróf, ADHD og kvíða. Hún er jafnframt að mennta sig sem EQ-terapeut. Hún er móðir tveggja, einstakra barna sem upplifa heiminn sterkt og hefur áralanga og persónulega reynslu af margskonar áskorunum og hefur á sínu ferðalagi byggt upp sérþekkingu á tengslamyndun.