Ágústráðstefnan 2021: Öll börnin okkar: Hvernig komum við til móts við fjölbreyttan nemendahóp?

Þann 13. ágúst nk. verður haldin ráðstefna sem helguð verður þemanu Öll börnin okkar: Hvernig komum við til móts við fjölbreyttan nemendahóp? Vegna sóttvarnarákvæða verður ráðstefnan fjarráðstefna. Aðalfyirlestrar verða sendir út frá Norðlingaskóla í Reykjavík. Til stóð að halda ráðstefnuna í ágúst 2020 en henni var frestað vegna covid-19. 

Að ráðstefnunni standa Samtök áhugafólks um skólaþróun í samvinnu við Kennarasamband Íslands og Samband sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Boðið verður upp á fyrirlestra, málstofur, kynningar þar sem áhersla verður lögð á leiðir til að koma betur til móts við fjölbreyttan nemendahóp. 

Ráðstefnan hefst með setningu kl. 9.00 og stendur til rúmlega 15.00

Aðalfyrirlesarar: 

Málstofur, kynningar, fyrirlestrar í síðdegisdagskrá:

Möguleikar snjalltækninnar við að koma til móts við fjölbreytta nemendahópa ‒ Stoðþjónusta í skólum sem hafa verið að þróa nýjar leiðir ‒ Er til kennslufræði fyrir skóla menntunar fyrir alla ‒ Stöðumat fyrir ÍSAT nemendur ‒ Markmið og leiðir í samvinnunámi ‒ Samvinnunámskrá ‒ Leiklist; leið til að koma til móts við fjölbreyttan nemendahóp ‒ Samvinnu og lausnaleit með Breakout EDU ‒ Læsisfimman og Stærðfræðiþrennan ‒ Leiðarvísir um stuðning við móðurmál og virkt fjöltyngi í skóla- og frístundastarfi ‒ Geðræktarmál og málefni barna sem þurfa stuðning ‒ Niðurstöður skýrslunnar: Menntun fyrir alla – horft fram á veginn sem kom út í júní 2019 á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins  ‒ Hvað getum við lært af rannsóknum á kennsluháttum og það hvernig við getum betur komið til móts við fjölbreytta nemendahópa? ‒ Rýnt í myndbönd úr kennslustundum í 8. bekk á Íslandi: Hvað má læra um gæði kennslu út frá markmiði kennslustundar, endurgjöf og vitsmunaleg áskorun ‒ Hvenær verða börn Íslendingar? Hver á að kenna þeim íslensku? ‒ Teymisvinna sem virkar ‒ Viðhorf foreldra ‒ Möguleikar kennslutækninnar –  Ævintýraferðir og útinám ‒  Gagnvirkt ferðalag um heim einhverfunnar ‒ Kynningar á þróunarverkefnum

Nánari upplýsingar um málstofur og vinnustofur

 

Skráningu er lokið og fullbókað á ráðstefnuna

(Þeir sem vilja skrá sig á biðlista geta gert það hér)

 

Ráðstefnugjald

Þeir ráðstefnugestir sem greiða ráðstefnugjald sjálfir eru beðnir um að greiða fyrir 1. ágúst. Ráðstefnugjaldið er kr. 5.000 fyrir félagsmenn í Samtökum áhugafólks um skólaþróun (félagaskrá er að finna á https://skolathroun.is/felagaskra/) og kr. 7.500 fyrir utanfélagsmenn. Gjaldið má greiða með því að leggja greiðslu inn á þennan reikning: 0323–26–002277, kt. 451205-0720 og senda skýringu á millifærslu á þetta netfang: skolastofan(hja)skolastofan.is

Scroll to Top