Þann 13. ágúst nk. er stefnt að því að halda ráðstefnu sem helguð verður þemanu Öll börnin okkar: Hvernig komum við til móts við fjölbreyttan nemendahóp? Ráðstefnan verður í Norðlingaskóla í Reykjavík. Til stóð að halda ráðstefnuna í ágúst 2020 en henni var frestað vegna covid-19. Vonandi verður hægt að halda hana nú í ágúst.
Að ráðstefnunni standa Samtök áhugafólks um skólaþróun í samvinnu við Kennarasamband Íslands og Samband sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
Boðið verður upp á fyrirlestra, málstofur, vinnustofur og kynningar þar sem áhersla verður lögð á leiðir til að koma betur til móts við fjölbreyttan nemendahóp.
Ráðstefnan hefst með setningu kl. 9.00 og stendur til rúmlega 15.00
Aðalfyrirlesarar:
- Aðalheiður Sigurðardóttir, stofnandi Ég er unik og samskiptaráðgjafi hjá Tröppu efh: Lyklarnir að bættum skóladegi; frásögn móður sem upplifði bætt lífsgæði dóttur sinnar á einhverfurófi með einstöku samstarfi við skólann.
- Anna Kristín Sigurðardóttir, prófessor við menntavísindasvið HÍ og Hermína Gunnþórsdóttir, prófessor við kennaradeild HA flytja erindi sem þær nefna sem Hvað er til marks um gæði í kennslu? Hvað gefur til kynna hvort kennari leitast við að koma til móts við þarfir allra nemenda sinna? sem þær byggja á rannsókninni Gæði kennslu á Norðurlöndum.
- Edda Óskarsdóttir, lektor við menntavísindasvið HÍ sérfræðingur við Evrópumiðstöð, flytur erindi sem hún nefnir: Menntun fyrir alla: Hvert erum við komin?
Málstofur, vinnustofur, kynningar, stuttir fyrirlestrar:
Möguleikar snjalltækninnar við að koma til móts við fjölbreytta nemendahópa ‒ Stoðþjónusta í skólum sem hafa verið að þróa nýjar leiðir ‒ Er til kennslufræði fyrir skóla menntunar fyrir alla ‒ Stöðumat fyrir ÍSAT nemendur ‒ Markmið og leiðir í samvinnunámi ‒ Samvinnunámskrá ‒ Leiklist; leið til að koma til móts við fjölbreyttan nemendahóp ‒ Samvinnu og lausnaleit með Breakout EDU ‒ Gefðu 10, aðferð sem vel hefur reynst til að auka samræðu og samskipti við fjöltyngd börn ‒ Læsisfimman og Stærðfræðiþrennan ‒ Leiðarvísir um stuðning við móðurmál og virkt fjöltyngi í skóla- og frístundastarfi ‒ Geðræktarmál og málefni barna sem þurfa stuðning ‒ Niðurstöður skýrslunnar: Menntun fyrir alla – horft fram á veginn sem kom út í júní 2019 á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins ‒ Móttaka flóttabarna í íslenskum skólum ‒ Hvað getum við lært af rannsóknum á kennsluháttum og það hvernig við getum betur komið til móts við fjölbreytta nemendahópa? ‒ Rýnt í myndbönd úr kennslustundum í 8. bekk á Íslandi: Hvað má læra um gæði kennslu út frá markmiði kennslustundar, endurgjöf og vitsmunaleg áskorun ‒ Hvenær verða börn Íslendingar? Hver á að kenna þeim íslensku? ‒ Teymisvinna sem virkar ‒ Viðhorf foreldra ‒ Möguleikar kennslutækninnar – Ævintýraferðir og útinám ‒ Gagnvirkt ferðalag um heim einhverfunnar ‒ Kynningar á þróunarverkefnum
Nánari upplýsingar um málstofur og vinnustofur