Þann 13. ágúst nk. var haldin ráðstefna sem helguð var þemanu Öll börnin okkar: Hvernig komum við til móts við fjölbreyttan nemendahóp? Vegna sóttvarnarákvæða var ráðstefnan fjarráðstefna. Aðalfyirlestrar voru sendir út frá Norðlingaskóla í Reykjavík.

Að ráðstefnunni stóðu Samtök áhugafólks um skólaþróun í samvinnu við Kennarasamband Íslands og Samband sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
Boðið var upp á fyrirlestra, málstofur og kynningar þar sem áhersla var lögð á leiðir til að koma betur til móts við fjölbreyttan nemendahóp.
Ráðstefnan hógst með setningu kl. 9.00.
Ráðstefnurstjóri árdegisdagskrár: Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri Norðlingaskóla
Kl. 9.00 Ráðstefnan sett: Hulda Dögg Proppé, formaður Samtaka áhugafólks um skólaþróun
Aðalfyrirlesarar:
Í streymi frá Norðlingaskóla:
- 9.10-9.45 Edda Óskarsdóttir, dósent við menntavísindasvið HÍ, flytur erindi sem hún nefnir: Menntun fyrir alla: Hvert erum við komin?
- 9.45-10.20 Anna Kristín Sigurðardóttir, prófessor við menntavísindasvið HÍ og Hermína Gunnþórsdóttir, prófessor við kennaradeild HA flytja erindi sem þær nefna Hvað er til marks um gæði í kennslu? Hvað gefur til kynna hvort kennari leitast við að koma til móts við þarfir allra nemenda sinna? sem þær byggja á rannsókninni Gæði kennslu á Norðurlöndum.
(10.20-10.40 – kaffihlé) - 10.40-11.15 Donata H. Bukowska, kennsluráðgjafi og sérfræðingur í skólaþróunarteymi mennta- og menningarmálaráðuneytisins: Á vegamótum framtíðarinnar. Tækifæri sem leynast á ótroðnum slóðum. Er ný menntastefna baggi eða … ?
Í streymi frá Noregi:
- 11.15-12.00 Aðalheiður Sigurðardóttir, stofnandi Ég er unik og samskiptaráðgjafi hjá Tröppu ehf: Lyklarnir að bættum skóladegi; Hvernig getum við stutt við börnin okkar sem eiga erfitt með að fóta sig í skólanum?
Málstofur, kynningar, fyrirlestrar í síðdegisdagskrá:
Möguleikar snjalltækninnar við að koma til móts við fjölbreytta nemendahópa ‒ Stoðþjónusta í skólum sem hafa verið að þróa nýjar leiðir ‒ Stöðumat fyrir ÍSAT nemendur ‒ Markmið og leiðir í samvinnunámi ‒ Samvinnunámskrá ‒ Samvinnu og lausnaleit með Breakout EDU ‒ Læsisfimman og Stærðfræðiþrennan ‒ Leiðarvísir um stuðning við móðurmál og virkt fjöltyngi í skóla- og frístundastarfi ‒ Geðræktarmál og málefni barna sem þurfa stuðning ‒ Hvað getum við lært af rannsóknum á kennsluháttum og það hvernig við getum betur komið til móts við fjölbreytta nemendahópa? ‒ Rýnt í myndbönd úr kennslustundum í 8. bekk á Íslandi: Hvað má læra um gæði kennslu út frá markmiði kennslustundar, endurgjöf og vitsmunaleg áskorun ‒ Hvenær verða börn Íslendingar? Hver á að kenna þeim íslensku? ‒ Teymisvinna sem virkar ‒ Viðhorf foreldra ‒ Möguleikar kennslutækninnar – Ævintýraferðir og útinám ‒ Gagnvirkt ferðalag um heim einhverfunnar ‒ Kynningar á þróunarverkefnum
Nánari upplýsingar um málstofur og vinnustofur
Ráðstefnugjald
Kr. 2.500 fyrir félagsmenn í Samtökum áhugafólks um skólaþróun (félagaskrá er að finna á https://skolathroun.is/felagaskra/) og kr. 4.000 fyrir utanfélagsmenn. Gjaldið má greiða með því að leggja greiðslu inn á þennan reikning: 0323–26–002277, kt. 451205-0720 og senda skýringu á millifærslu á þetta netfang: skolastofan(hja)skolastofan.is