Ágústráðstefnan 2024

Ágústráðstefna Samtaka áhugafólks um skólaþróun verður í Hraunvallaskóla í Hafnarfirði 14. ágúst

Þema ráðstefnunnar að þessu sinni verður: Hæfnimiðað nám og leiðsagnarnám

Hluti dagskrár verðuur einnig sendur út í streymi

Aðalfyrirlesarar árdegis verða þau Nanna Kr. Christiansen, sérfræðingur um leiðsagnarnám, Ívar Rafn Jónsson, lektor við Háskólann á Akureyri  og Valgarð Már Jakobsson skólameistari Framhaldsskólans í Mosfellsbæ. Öll hafa þau verið frumkvöðlar um innleiðingu hæfnimiðaðs náms, leiðsagnarmats eða leiðsagnarnáms. Þá munu þær Eygló Friðriksdóttir skólastjóri og Laufey Einarsdóttir stærðfræðikennari við Sæmundarskóla veita innsýn í stefnu og starf skólans um hæfnimiðað nám og leiðsagnarnám og gefa dæmi um útfærslu.

Meðal annarra sem leggja af mörkum með fyrirlestrum, mál- og vinnustofum verða kennarar við Holtaskóla, Hörðuvallaskóla, Njarðvíkurskóla, Norðlingaskóla, Sæmundarskóla og Víkurskóla (í Reykjavík). Þau mun segja frá reynslunni af innleiðingu hæfnimiðaðs náms og leiðsagnarnáms og deila hugmyndum. Kennarar í Víkurskóla munu einnig standa fyrir vinnustofum um hugsandi kennslurými og gervigreind í skólastarfi. Jóhann Örn Sigurjónsson, sérfræðingur hjá nýrri Miðstöð menntunar og skólaþjónustu (MMS), ræðir hvað læra má um hæfnimiðað nám með hliðsjón af niðurstöðum Quint-rannsóknarinnar (samnorrænt rannsóknarverkefni). Sigurður Haukur Gíslason, kennsluráðgjafi í upplýsingatækni, ræðir reynsluna af innleiðingu spjaldtölva í Kópavogi. Þuríður Óttarsdóttir, skólastjóri Víkurskóla segir frá uppbyggingu skólans, sem stofnaður var fyrir fjórum árum undir merkjum nýsköpunar. Nanna María Elfarsdóttir, kennari í Brekkubæjarskóla og Sandra Björk Freysdóttir, grunnskólanemi ræða reynsluna af nemendastýrðum foreldraviðtölum. Ármann Halldórsson, kennari við Verzlunarskóla Íslands og Michael Bang Sørensen, kennari við Det Frie Gymnasium í Kaupmannahöfn standa fyrir málstofu um námsmat í framhaldsskólum, m.a. um mun á námsmatsmenningu hér á landi og í Danmörku. Ásgerður Helga Guðmundsdóttir, kennari í Salaskóla, Brynhildur Sigurðardóttir, kennari í Stapaskóla og Dalla Ólafsdóttir kennari í Salaskóla standa fyrir málstofu sem þær nefna: Hvernig heldur kennari neistanum? 

Starfsfólk Mixtúru (sköpunar og upplýsingatækniver skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur) og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands standa að vinnustofum um stafrænar lausnir í tengslum við námsmat og um gervigreind.

Ráðstefnustjóri: Fann­ey Dórót­he Hall­dórs­dótt­ir, sviðsstjóri mennta- og lýðheilsusviðs Hafn­ar­fjarðarbæj­ar.


Dagskrá ráðstefnunnar


Ráðstefnugjald

Ráðstefnugjald fyrir þá sem sækja ráðstefnuna í Hraunvallaskóla er kr. 7.500.- fyrir félagsmenn í Samtökum áhugafólks um skólaþróun og kr. 10.000.- fyrir utanfélagsmenn. Gjaldið má greiða með því að leggja greiðslu inn á þennan reikning: 0323–26–002277, kt. 451205-0720 og senda tilkynningu um greiðslu á þetta netfang: skolathroun(hja)skolathroun.is

Fullbókað er á ráðstefnuna en hægt að skrá sig á biðlista

 

Gjald fyrir þátttöku í gegnum streymi er  kr. 4.000.- fyrir félagsmenn í Samtökum áhugafólks um skólaþróun og kr. 6.000.- fyrir utanfélagsmenn.  Gjaldið má greiða með því að leggja greiðslu inn á þennan reikning: 0323–26–002277, kt. 451205-0720 og senda tilkynningu um greiðslu á þetta netfang: skolathroun(hja)skolathroun.is
Skráning í þátttöku í streymi er hér

 

 

Scroll to Top