Ágústráðstefnan 2024

Ágústráðstefna Samtaka áhugafólks um skólaþróun verður í Hraunvallaskóla í Hafnarfirði 14. ágúst

Þema ráðstefnunnar að þessu sinni verður: Hæfnimiðað nám og leiðsagnarnám.

Meðal aðalfyrirlesara verða þau Nanna Kr. Christiansen, sérfræðingur um leiðsagnarnám, Hulda Dögg Proppé, deildarstjóri í Sæmundarskóla, Ívar Rafn Jónsson, lektor við Háskólann á Akureyri  og Valgarð Már Jakobsson skólameistari Framhaldsskólans í Mosfellsbæ. Öll hafa þau verið frumkvöðlar um innleiðingu hæfnimiðaðs náms, leiðsagnarmats eða leiðsagnarnáms.

Meðal annarra sem leggja af mörkum með fyrirlestrum, mál- og vinnustofum verða kennarar við Holtaskóla, Hörðuvallaskóla, Njarðvíkurskóla, Norðlingaskóla, Sæmundarskóla og Víkurskóla (í Reykjavík). Þau mun segja frá reynslunni af innleiðingu hæfnimiðaðs náms og leiðsagnarnáms og deila hugmyndum. Kennarar í Víkurskóla munu einnig standa fyrir vinnustofu um sem þeir kenna við hugsandi kennslurými í stærðfræði og fjalla um gervigreind í skólastarfi. Jóhann Örn Sigurjónsson, sérfræðingur hjá nýrri Miðstöð menntunar og skólaþjónustu (MMS), ræðir hvað læra má um hæfnimiðað nám með hliðsjón af niðurstöðum Quint-rannsóknarinnar (samnorrænt rannsóknarverkefni). Sigurður Haukur Gíslason, kennsluráðgjafi í upplýsingatækni, ræðir reynsluna af innleiðingu spjaldtölva í Kópavogi. Þuríður Óttarsdóttir, skólastjóri Víkurskóla segir frá uppbyggingu skólans, sem stofnaður var fyrir fjórum árum undir merkjum nýsköpunar. Ármann Halldórsson, kennari við Verzlunarskóla Íslands og Michael Bang Sørensen, kennari við Det Frie Gymnasium í Kaupmannahöfn standa fyrir málstofu um námsmat í framhaldsskólum, m.a. um mun á námsmatsmenningu hér á landi og í Danmörku. Ásgerður Helga Guðmundsdóttir, kennari í Salaskóla, Brynhildur Sigurðardóttir, kennari í Stapaskóla og Dalla Ólafsdóttir kennari í Salaskóla standa fyrir málstofu sem þær nefna: Hvernig heldur kennari neistanum?

Starfsfólk Mixtúru (sköpunar og upplýsingatækniver skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur) verður með vinnustofur, m.a. um stafrænar lausnir í tengslum við námsmat og um gervigreind.

Fleiri atriði geta bæst á dagskrá.

Ráðstefnustjóri: Fann­ey Dórót­he Hall­dórs­dótt­ir, sviðsstjóri mennta- og lýðheilsusviðs Hafn­ar­fjarðarbæj­ar.

Takið daginn frá! Nánari upplýsingar og skráning verður auglýst síðar. 

 

Dagskrá í mótun

Scroll to Top