Anna Sofia Wahlström

Tilnefning til Íslensku menntaverðlaunanna 2020

Framúrskarandi kennari

Anna Sofia Wahlström, kennari við leikskólann Holt í Reykjanesbæ, er tilnefnd fyrir framúrskarandi kennslu og þróunarstarf í tengslum við innlend og alþjóðleg verkefni sem beinast að því að efla skapandi leikskólastarf með áherslu á læsi og lýðræði.

Anna Sofia Wahlström er kennari, fagstjóri og deildarstjóri sérgreinadeildar við leikskólann Holt í Reykjanesbæ. Hún er einnig verkefnastjóri í leikskólanum Gefnarborg í Suðurnesjabæ. Hún er fædd í Svíþjóð og kom til Íslands tvítug. Hún lauk leikskólakennaranámi 2002 og náms- og kennslufræði til meistaragráðu 2012 með áherslu á listmenntun, listasögu og verkmenntun. Anna Sofia hefur leitt fjölda þróunarverkefna, meðal annars um læsi, hönnun útikennslusvæðis, lýðræði, upplýsingatækni og skapandi starf. Hún hefur tekið þátt í alþjóðlegum verkefnum, m.a. þróað eTwinning verkefni innan skólans síðan 2012 og stýrt tveimur Erasmus verkefnum sem athygli hafa vakið.

Sjá nánar um verkefnin hér:

Þeir sem tilnefna Önnu lýsa henni meðal annars með þessum orðum:

Anna Sofia hefur sýnt mikinn faglegan metnað … er leikskólakennari af lífi og sál. Hún nær vel til barnanna og er óhrædd við að nýta sér stafræna miðla í starfi. Það hefur hún sannarlega sýnt með fagmennsku sinni og þeirri miklu alúð og einlægni sem hún leggur í starf sitt … Anna Sofia hefur verið ómetanleg fyrirmynd fyrir okkur kennara, verið dugleg að miðla af þekkingu og reynslu og lagt þannig sitt af mörkum til breytinga á kennsluháttum eins og sjá má á þeim þróunarverkefnum sem hún hefur staðið fyrir. Óhætt er að segja að Anna Sofía sé faglegur leiðtogi …

ÍSLENSKU MENNTAVERÐLAUNIN