ingvar

Umsögn um tillögu að breytingu á viðmiðunarstundaskrá grunnskóla

Umsögn Samtaka áhugafólks um skólaþróun um tillögu að breytingu á viðmiðunarstundaskrá grunnskóla Fram er komin tillaga að breytingu á viðmiðunarstundaskrá grunnskóla sem viðbragð við slökum árangri íslenskra nemenda í PISA könnuninni og til að færa stundafjölda nær meðaltali nágrannaþjóða okkar. Stjórn Samtaka áhugafólks um skólaþróun leggst gegn þeirri breytingu sem hér er boðuð. Í inngangi …

Umsögn um tillögu að breytingu á viðmiðunarstundaskrá grunnskóla Read More »

Tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna 2020

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherrra, var að tilkynna hvaða fimm skólar, kennarar og þróunarverkefni hafa hlotið tilnefningu til Íslensku menntaverðlaunanna 2020 fyrir framúrskarandi starf. Um þetta má lesa hér: https://skolathroun.is/menntaverdlaun/ 

Íslensku menntaverðlaunin 2020: Framúrskarandi skólastarf

Framúrskarandi skólastarf eða menntaumbætur. Ein verðlaun eru veitt í þessum flokki, til skóla eða annarrar menntastofnunar, sem stuðlað hefur að menntaumbótum er þykja skara fram úr. Þessir fimm skólar eru tilnefndir (smellið á heiti skólanna fyrir nánari upplýsingar): Dalskóli fyrir þróun þverfaglegra skapandi kennsluhátta, meðal annars í svokölluðum smiðjum og starfsþróunarverkefni þar sem kennarar rannsaka …

Íslensku menntaverðlaunin 2020: Framúrskarandi skólastarf Read More »

Íslensku menntaverðlaunin 2020: Framúrskarandi kennari

Fimm kennarar eru tilnefndir sem framúrskarandi kennarar (smellið á nöfnin fyrir nánari upplýsingar):   Anna Sofia Wahlström, kennari við leikskólann Holt í Reykjanesbæ, er tilnefnd fyrir framúrskarandi kennslu og þróunarstarf í tengslum við innlend og alþjóðleg verkefni sem beinast að því að efla skapandi leikskólastarf með áherslu á læsi og lýðræði.       Birte …

Íslensku menntaverðlaunin 2020: Framúrskarandi kennari Read More »

Þórunn Elídóttir

Tilnefning til Íslensku menntaverðlaunanna 2020 Framúrskarandi kennari Þórunn Elídóttir, kennari við Hamraskóla í Reykjavík, er tilnefnd fyrir framúrskarandi árangur í byrjendakennslu, vandaða lestrarkennslu barna í yngstu bekkjum grunnskóla og þróun og miðlun námsefnis í læsi. Þórunn Elídóttir er kennari við Hamraskóla í Reykjavík, en þar hefur hún kennt í 24 ár. Hún hefur einkum kennt …

Þórunn Elídóttir Read More »

Snillitímar í Gerðaskóla

Tilnefning til Íslensku menntaverðlaunanna 2020 Framúrskarandi þróunarverkefni Snillitímar í Gerðaskóla, þróunarverkefni sem beinist að því að efla frumkvæði nemenda í námi með því að gefa þeim kost á að fást við skapandi verkefni á eigin áhugasviði. Bryddað var upp á Snillitímum í Gerðaskóla fyrir tveimur árum að frumkvæði eins kennara við skólann. Markmið verkefnisins er að …

Snillitímar í Gerðaskóla Read More »

Pólski skólinn – Szkoła Polska w Reykjaviku

Tilnefning til Íslensku menntaverðlaunanna 2020 Framúrskarandi skólastarf Pólski skólinn í Reykjavík fyrir mikilvægan stuðning við tvítyngda nemendur og þróun fjölmenningarlegs samfélags á Íslandi, sem og fyrir fjölbreyttar kennsluaðferðir og öfluga starfsþróun. Szkoła Polska w Reykjaviku za istotne wsparcie edukacji uczniów dwujęzycznych i rozwoju wielokulturowego społeczeństwa na Islandii oraz za różnorodne metody nauczania i intensywny rozwój …

Pólski skólinn – Szkoła Polska w Reykjaviku Read More »

Björn J. Sighvatz

Tilnefning til Íslensku menntaverðlaunanna 2020 Framúrskarandi kennari Björn J. Sighvatz, kennari á málmsmíða- og vélstjórnarbraut Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, er tilefndur fyrir framúrskarandi kennslu, meðal annars við að hvetja nemendur til dáða og stuðla að góðum námsárangri þeirra. Björn J. Sighvatz hefur kennt við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra frá 1994. Hann lauk kennaraprófi 1996, en er einnig …

Björn J. Sighvatz Read More »

Íslensku menntaverðlaunin 2020: Framúrskarandi þróunarverkefni

Fimm verkefni eru tilnefnd sem framúrskarandi þróunarverkefni. Þau þykja standast ítrustu gæðakröfur um markmið, leiðir, inntak, mat og kynningu, hafa samfélagslega skírskotun og nýtast til að efla menntun í landinu. Til greina koma verkefni sem tengjast skóla- eða frístundastarfi, listnámi eða öðru starfi með börnum og ungmennum og hafa ótvírætt mennta- og uppeldisgildi. Verkefnin eru: …

Íslensku menntaverðlaunin 2020: Framúrskarandi þróunarverkefni Read More »

Scroll to Top