Björn J. Sighvatz

Tilnefning til Íslensku menntaverðlaunanna 2020

Framúrskarandi kennari

Björn J. Sighvatz, kennari á málmsmíða- og vélstjórnarbraut Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, er tilefndur fyrir framúrskarandi kennslu, meðal annars við að hvetja nemendur til dáða og stuðla að góðum námsárangri þeirra.

Björn J. Sighvatz hefur kennt við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra frá 1994. Hann lauk kennaraprófi 1996, en er einnig vélstjóri að mennt. Björn hefur verið leiðandi í þróun náms í málmiðnum og vélstjórn við  skólann. Hann hefur sinnt starfi sínu af alúð og ávallt borið hag nemenda sinna fyrir brjósti. Björn hefur verið virkur í skátahreyfingunni.

Foreldri lýsir árangri hans með þessum orðum:

Björn hefur í áraraðir staðið sig einkar vel í starfi sínu sem kennari á málmsmíðabraut FNV. Hann hefur sérstakt lag á að hlúa að brothættum nemendum, halda þeim við efnið og hvetja þá til dáða. Margir ungir menn sem eru sannarlega í brottfallsáhættu eiga honum að miklu leyti að þakka árangur sinn í Fjölbrautarskólanum á Sauðárkróki.

ÍSLENSKU MENNTAVERÐLAUNIN
Scroll to Top