Fréttir

Aðalfundur 2023

Boðað er til aðalfundar Samtaka áhugafólks um skólaþróun í samkomusal Fríkirkjunnar í Reykjavík, Laufásvegi 13,  fimmtudaginn 9. nóvember, kl. 17.00-19.00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf í samræmi við lög félagsins, sjá hér: https://skolathroun.is/log-samtakanna/ Undir dagskrárliðnum Öðrum málum verða m.a. rædd  eftirfarandi mál: Hvernig geta samtökin eflt kynningu á skólaþróunarstarfi? Ragnar Þór Pétursson, kennari í Norðlingaskóla, …

Aðalfundur 2023 Read More »

Gæði kennslu í nútíð og framtíð: Helstu niðurstöður rannsóknar í norrænum kennslustofum

Ráðstefna haldin 10. nóvember 2023 kl. 13:00-19:00 á Hótel Natura, Reykjavík Á ráðstefnunni verða kynntar niðurstöður umfangsmikillar rannsóknar á gæðum kennslu í skólum á Norðurlöndum sem hefur staðið frá 2018. Gögnum var safnað með myndbandsupptökum í kennslustofum og spurningalistum til nemenda. Rannsóknin tengist QUINT öndvegissetri um gæði kennslu á Norðurlöndum og er stýrt frá Háskólanum …

Gæði kennslu í nútíð og framtíð: Helstu niðurstöður rannsóknar í norrænum kennslustofum Read More »

Upp úr hjólförunum – ráðstefna í Helgafellsskóla 11. ágúst 2023

Dagskrá   Aðgangur að dagskrá í streymi Ráðstefnustjóri: Rósa Ingvarsdóttir, skólastjóri Helgafellsskóla   9.00-9.10 Ávarp og setning Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, ávarpar og setur ráðstefnuna.     9.10-10.10 Thomas Hatch, prófessor við Columbia háskóla: The education we need for a future we can’t predict (sjá nánar um efnið og Thomas Hatch hér og …

Upp úr hjólförunum – ráðstefna í Helgafellsskóla 11. ágúst 2023 Read More »

Nýjar greinar um þróunarverkefni í framhaldsskólum

Vakin er athygli á því að nýlega hafa birst fjórar greinar um þróunarverkefni í framhaldsskólum í Skólaþráðum: Fyrst er að nefna grein Þjóðbjargar Gunnarsdóttur þróunarverkefni í Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Sprett, sem beindist m.a. að því að koma betur til móts við nemendur með annað móðurmál en íslensku, sjá hér: https://skolathraedir.is/2023/01/22/sudurnesjasrettur/ Önnur greinin er eftir Helgu Birgisdóttur …

Nýjar greinar um þróunarverkefni í framhaldsskólum Read More »

Starfendarannsóknir – afl til framfara

Starfendarannsóknir – afl til framfara ráðstefna í Menntaskólanum við Sund 12. maí 2023, kl. 13.30-16.40   Aðgangur að samtali og spurningum á ráðstefnunni: https://www.menti.com/alob4ec3ifan Ráðstefnunni er ætlað að höfða hvort tveggja til þeirra sem hafa áhuga á að kynna sér starfendarannsóknir og þýðingu þeirra við að þróa og bæta eigið starf, sem og þeirra sem …

Starfendarannsóknir – afl til framfara Read More »

Viðtöl við þau sem tilnefnd voru til Íslensku menntaverðlaunanna fyrir kennslu

Íslensku menntaverðlaunin 2022 voru veitt 1. nóvember 2022. Verðlaun fyrir framúrskarandi kennslu hlaut Elísabet Ragnarsdóttir, leikskólanum Heiðarborg í Reykjavík (sjá hér: https://skolathroun.is/elisabet-ragnarsdottir/). Fjórir aðrir kennarar voru tilnefndir. Ritstjórn Skólaþráða fór þess á leit við þau að svara nokkrum spurninum um viðhorf sín og störf og urðu þau öll vel við því. Viðtölin fjögur hafa nú …

Viðtöl við þau sem tilnefnd voru til Íslensku menntaverðlaunanna fyrir kennslu Read More »

Hefur grein í Skólaþráðum vakið athygli þína?

Frá því í árslok 2016 hafa Samtök áhugafólks um skólaþróun gefið út veftímaritið Skólaþræði (www.skolathraedir.is). Í ritinu hafa nú birst rúmlega 200 greinar, flestar skrifaðar af starfandi kennurum, sem hafa sagt frá áhugaverðu skólastarfi og þannig miðlað hugmyndum sínum til annarra. Lítið er vitað um lestur greinanna í Skólaþráðum en hægt að sjá hversu margir hafa opnað þær …

Hefur grein í Skólaþráðum vakið athygli þína? Read More »

Íslensku menntaverðlaunin 2022

Íslensku menntaverðlaunin 2022 hafa verið veitt við athöfn á Bessastöðum: (Smellið á heiti verðlaunahafanna til að sækja nánari upplýsingar) Framúrskarandi skólastarf eða menntaumbætur Leikskólinn Rauðhóll fyrir fagmennsku, gæði í leikskólastarfi og öflugt þróunarstarf. Framúrskarandi kennari Elísabet Ragnarsdóttir fyrir einstaka fagmennsku við leikskólakennslu. Framúrskarandi þróunarverkefni Átthagafræði í Grunnskóla Snæfellsbæjar Þróunarverkefni sem beinist að því að efla …

Íslensku menntaverðlaunin 2022 Read More »

Samkeppni um ritun greina um þróunarstarf í framhaldsskólum

Ákveðið hefur verið að efna til samkeppni um greinar um þróunarverkefni í framhaldsskólum til birtingar í Skólaþráðum, vefriti samtakanna (www.skolathraedir.is). Greinarnar mega vera allt að 5000 orð, auk myndefnis ef við á. Sóst er eftir greinum um áhugavert þróunarstarf, nýbreytni, aðferðir, nálganir, námsumhverfi, hugmyndir og hugmyndafræði eða rannsóknir. Veitt verða verðlaun kr. 75.000 kr., fyrir fimm …

Samkeppni um ritun greina um þróunarstarf í framhaldsskólum Read More »

Ferðalag í Íslenska skólakerfið

Í tengslum við Utís ráðstefnuna 2022, sem haldin var nú í september, voru gerðar sextán stuttmyndir um þróunarverkefni í skólum hér á landi, bæði leik-, grunn- og framhaldsskólum. Samtök áhugafólks um skólaþróun styrktu þetta verkefni og fengu leyfi til að birta þær hér á heimasíðunni, sjá hér: https://vimeo.com/showcase/9828936  Kjörið er að nota þetta fjölbreytta efni …

Ferðalag í Íslenska skólakerfið Read More »