Fréttir

Greinar um þróunarstarf í leikskólum

Á undanförnum vikum hafa birst í Skólaþráðum. Tímariti Samtaka áhugafólks um skólaþróun fjórar greinar um frjótt og skapandi leikskólastarf: Anna Sofia Wahlström, Hildur Vilhelmsdóttir og Ingibjörg Jónsdóttir í leikskólanum Gefnarborg í Suðurnesjabæ skrifa um þróunarstarf sem beinst hefur að því að vinna með skynjun barnanna á markvissan og skapandi hátt: Skynreiða að leiðarljósi í námi …

Greinar um þróunarstarf í leikskólum Read More »

Ágústráðstefnan 2022: Með gleðina að leiðarljósi: Kennarar sem leiðtogar og brautryðjendur í skapandi starfi

Ágústráðstefna Samtaka áhugafólks um skólaþróun verður haldin í Stapaskóla í Reykjanesbæ föstudaginn 12. ágúst nk. (kl. 9.00-16.00). Þema ráðstefnunnar er: Með gleðina að leiðarljósi: Kennarar sem leiðtogar og brautryðjendur í skapandi starfi Áhersla verður lögð á að kynna skólastarf og þróunarverkefni þar sem kennarar hafa farið inn á nýjar brautir; „út fyrir rammann“. Fullbókað er á …

Ágústráðstefnan 2022: Með gleðina að leiðarljósi: Kennarar sem leiðtogar og brautryðjendur í skapandi starfi Read More »

Fréttabréf í mars 2022

Ágústráðstefnan Ágústráðstefna Samtaka áhugafólks um skólaþróun verður haldin í Stapaskóla í Reykjanesbæ föstudaginn 12. ágúst nk. Þema ráðstefnunnar verður: Með gleðina að leiðarljósi:  Kennarar sem leiðtogar og brautryðjendur í skapandi starfi Áhersla verður lögð á að kynna skólastarf og þróunarverkefni þar sem kennarar hafa farið inn á nýjar brautir; „út fyrir rammann“. Skorað er á …

Fréttabréf í mars 2022 Read More »

Íslensku menntaverðlaunin 2021

Íslensku menntaverðlaunin 2021 hafa verið veitt við athöfn á Bessastöðum: (Smellið á heiti verðlaunahafanna til að sækja nánari upplýsingar) Framúrskarandi skólastarf eða menntaumbætur Leikskólinn Aðalþing fyrir framsækið, skapandi skólastarf og lýðræðislega starfshætti. Framúrskarandi kennari Hanna Rún Eiríksdóttir, kennari við Klettaskóla, fær verðlaun fyrir framúrskarandi kennslu nemenda með fötlun, meðal annars fyrir að þróa nýjar leiðir …

Íslensku menntaverðlaunin 2021 Read More »

Aðalfundur Samtaka áhugafólks um skólaþróun 2021

Fundurinn var haldinn mánudaginn, 8. nóvember 2021 Fundurinn var haldinn á Hilton Reykjavík Nordica. Fundinn sóttu 36 félagsmenn. Hluti fundarmanna sótti fundinn í gegnum fjarfundabúnað. Dagskrá og afgreiðsla 1. Fundarsetning Formaður samtakanna, Hulda Dögg Proppé, setti fundinn. 2. Kosning starfsmanna fundarins, fundarstjóra og fundarritara Haraldur Axel Einarsson var kosinn fundarstjóri og Ingvar Sigurgeirsson fundarritari. Haraldur …

Aðalfundur Samtaka áhugafólks um skólaþróun 2021 Read More »

Aðalfundarboð, lagabreytingar, Íslensku menntaverðlaunin, samkeppni um ritun greina í Skólaþræði

Aðalfundur Aðalfundur Samtaka áhugafólks um skólaþróun verður haldin mánudaginn 8. nóvember, á Hótel Nordica, kl. 16.10 (sal I). Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf (sjá hér: https://skolathroun.is/log-samtakanna/)  en vakin er athygli á tillögum stjórnar um lagabreytingar. Lagt er til að samtökin breyti um nafn og heiti í framtíðinni: Skólaþróun. Þá er tillaga um niðurfellingu félagsgjalda þegar …

Aðalfundarboð, lagabreytingar, Íslensku menntaverðlaunin, samkeppni um ritun greina í Skólaþræði Read More »

Efnt til samkeppni um greinar um áhugavert leikskólastarf

Ákveðið hefur verið að efna til samkeppni um greinar um frjótt og skapandi leikskólastarf til birtingar í Skólaþráðum, vefriti samtakanna. Greinarnar mega vera allt að 5000 orð, auk myndefnis ef við á. Sóst er eftir greinum um áhugavert þróunarstarf í leikskólum, nýbreytni, aðferðir, nálganir, skemmtilegar hefðir, námsumhverfi, hugmyndir og hugmyndafræði eða rannsóknir. Veitt verða verðlaun …

Efnt til samkeppni um greinar um áhugavert leikskólastarf Read More »

Tillögur um lagabreytingar lagðar fram á aðalfundi 2021

Vakin er athygli á tillögum stjórnar Samtaka áhugafólks um skólaþróun um lagabreytingar sem lagðar verða fyrir aðalfund félagsins 8. nóvember 2021. Lagt er til að samtökin breyti um nafn og heiti í framtíðinni: Skólaþróun. Þá er tillaga um niðurfellingu félagsgjalda þegar félagsmenn ná sjötugsaldri og bætt við ákvæðum um Íslensku menntaverðlaunin sem félagið hefur nú …

Tillögur um lagabreytingar lagðar fram á aðalfundi 2021 Read More »

Ráðstefnan 13. ágúst verður fjarráðstefna

Nú er ljóst að vegna sóttvarna er ekki hægt að halda ráðstefnuna 13. ágúst (Öll börnin okkar: Hvernig komum við til móts við fjölbreyttan nemendahóp?) með því sniði sem áformað var og vinnur undirbúningsnefndin nú að því, með fyrirlesurum og leiðbeinendum, að finna leiðir sem  byggjast á rafrænum útfærslum, streymi, fjarfundum og upptökum og miðar …

Ráðstefnan 13. ágúst verður fjarráðstefna Read More »

Scroll to Top