Donata H. Bukowska er grunnskólakennari að mennt og hefur starfað sem slíkur við Álfhólsskóla í 12 ár. Öll þessi ár hefur hún kennt nemendum með annað móðurmál bæði íslensku sem annað mál og náttúru- og samfélagsfræði. Frá árinu 2016 hefur Donata starfað sem kennsluráðgjafi í málefnum nemenda með íslensku sem annað mál í grunnskólum Kópavogs. Í byrjun apríl 2021 hefur hún störf sem sérfræðingur í skólaþróunarteymi mennta- og menningarmálaráðuneytisins.