Efnt til samkeppni um greinar um áhugavert leikskólastarf

Ákveðið hefur verið að efna til samkeppni um greinar um frjótt og skapandi leikskólastarf til birtingar í Skólaþráðum, vefriti samtakanna. Greinarnar mega vera allt að 5000 orð, auk myndefnis ef við á. Sóst er eftir greinum um áhugavert þróunarstarf í leikskólum, nýbreytni, aðferðir, nálganir, skemmtilegar hefðir, námsumhverfi, hugmyndir og hugmyndafræði eða rannsóknir. Veitt verða verðlaun kr. 100.000 kr., fyrir bestu greinarnar að mati dómnefndar og þær birtar í Skólaþráðum. Greinunum á að skila í ritvinnsluskjali fyrir 31. desember 2021 til skolastofan@skolastofan.is.

Við hvetjum félagsmenn til að skrifa í Skólaþræði og aðstoða okkur við að kynna ritið og þær greinar sem þar birtast sem víðast. Sjá http://skolathraedir.is/

 

Scroll to Top