Ferðalag um íslenskt skólakerfi

Í tengslum við Utís-ráðstefnuna, sem nýlega var haldin, lét Ingvi Hrannar Ómarsson gera nokkra nokkra stutta kynningarþætti um áhugaverð skólaþróunarverkefni (sem hann kallaði Ferðalag um íslenskt skólakerfi). Samtök áhugafólks um skólaþróun styrktu þetta framtak og fengu jafnframt heimild til að deila þessu efni sem við munum gera hér og á Skólaþróunarspjallinu. Við byrjum á mynd um frumkvöðlana á unglingastiginu í Langholtsskóla, sem segja frá teymiskennslunni, samþættingunni og 15% valinu sem er skemmtileg útfærsla á valgreinum þar sem byggt er á áhugasviðum nemenda.

Við minnum líka á að Langholtsskólateymið heldur úti vefsíðunni smiðjan.com. Loks má nefna grein sem þau skrifuðu fyrir okkur í Skólaþræði, sjá hér .

 

 

Scroll to Top