Framhaldsskólakennarar: Má bjóða ykkur til samræðu um námsmat?

Á ráðstefnunni Hæfnimiðað nám og leiðsagnarnám sem haldin verður í Hraunvallaskóla í Hafnarfirði 14. ágúst standa þeir Ármann Halldórsson, kennari við Verzlunarskóla Íslands og Michael Bang Sørensen, kennari við Det Frie Gymnasium í Kaupmannahöfn fyrir málstofu um námsmat í framhaldsskólum, m.a. um mun á námsmatsmenningu hér á landi og í Danmörku. Nánari upplýsingar um málstofuna er að finna hér:

Svo vill til að fáir framhaldsskólakennarar eru skráðir á ráðstefnuna og sæti laus á þessari málstofu sem stendur frá 14.30-15.45/16.00. Því hefur verið ákveðið að bjóða framhaldsskólakennurum, sem áhuga hafa á námsmatsmálum á þessa málstofu. Eina skilyrðið er að skrá sig hér:

Þeim framhaldsskólakennurum, sem áhuga hafa á nýta þetta boð, er líka velkomið að koma kl. 13.00 og hlýða á tvo fyrirlestra sem haldnir verða á sal:

13.00 Jóhann Örn Sigurjónsson, sérfræðingur hjá nýrri Miðstöð menntunar og skólaþjónustu (MMS): Hugræn virkjun í hæfnimiðuðu námi

13.35 Erindi: Þuríður Óttarsdóttir, skólastjóri Víkurskóla í Reykjavík: Að byggja upp nýsköpunarskóla

 

Scroll to Top