Framtíð menntunar á Íslandi – Viðhorf og afstaða hagsmunaaðila til fyrirsjáanlegra breytingarafla

Kynntar verða niðurstöður úr könnun um viðhorf kennara, skólastjórnenda og stefnumótenda til framtíðar menntunar sem var framkvæmd í fyrra í samstarfi Menntamiðju, Framtíðarseturs Íslands og KPMG. Þau gögn verða svo notuð til að greina möguleg áhrif fyrirsjáanlegra tæknibreytingar á menntun á Íslandi næstu 10-20 árin. Sérstaklega verður horft til þess hvernig viðhorf hagsmunaaðila til framtíðar vinna með eða á móti breytingaröflum til að móta menntastefnu og skólastarf.

Tryggvi Thayer er kennsluþróunarstjóri Menntavísindasviðs HÍ og verkefnisstjóri Menntamiðju, sem er samstarfsvettvangur sem styður við starfssamfélög skólafólks á netinu. Áður var hann virkur í Evrópusamstarfi um skólaþróun og stýrði og tók þátt í fjölda Evrópuverkefna, starfaði á Landskrifstofu Leónardó da Vinci áætlunarinnar, Erasmus áætlunarinnar og hjá Miðstöð Evrópusambandsins fyrir þróun starfsmenntunar í Þessalókíkí á Grikklandi. Tryggvi varði doktorsritgerð sína við Háskólann í Minnesóta vorið 2019 og fjallar hún um framtíðarfræði og framsýni í stefnumótun og stjórnun í menntun.

Aðalsíða ráðstefnunnar

Scroll to Top