Framúrskarandi iðn- eða verkmenntun

Að frumkvæði Samtaka iðnaðarins var ákveðið að breyta Íslensku menntaverðlaununum þannig að við bættist nýr flokkur: Framúrskarandi iðn- eða verkmenntun. Ein verðlaun veitt kennara, námsefnishöfundi, skóla- eða menntastofnun fyrir framúrskarandi starf, verk eða framlag til iðn- eða verkmenntunar.

Þrjú verkefni eru tilnefnd. Fyrst er að nefna samstarfsverkefnið #kvennastarf sem iðn- og verkmenntaskólar hafa sameinast um og beinist að því að vekja athygli á fjölbreyttum störfum í iðn-, tækni- og verkgreinum og benda á þann kynjamun sem hefur viðgengist í sumum starfsstéttum. Þá er Hársnyrtibraut Verkmenntaskólans á Akureyri tilnefnd fyrir þróun vinnustaðanáms sem hefur það að markmiði að nemendur komist í kynni við fyrirtæki sem gefa nemendum kost á að spreyta sig í verkefnastýrðu námi. Þriðja tilnefningin er Málarabraut Tækniskólans fyrir að móta einstaklings- og verkefnamiðað nám sem getur í raun farið fram hvar sem er.

Um þessu verkefni má fræðast hér:

Scroll to Top