Greinar um þróunarstarf í leikskólum

Á undanförnum vikum hafa birst í Skólaþráðum. Tímariti Samtaka áhugafólks um skólaþróun fjórar greinar um frjótt og skapandi leikskólastarf:

Anna Sofia Wahlström, Hildur Vilhelmsdóttir og Ingibjörg Jónsdóttir í leikskólanum Gefnarborg í Suðurnesjabæ skrifa um þróunarstarf sem beinst hefur að því að vinna með skynjun barnanna á markvissan og skapandi hátt:

Birna Bjarnarson, deildarstjóri á Heilsuleikskólanum Urðarhóli, skrifar um sjálfbærniverkefni í skólanum, sem hefur það meðal annars að markmiði að efla skilning barnanna á því að þau vistspor sem sérhver einstaklingur skilur eftir sig, skipti máli í nútíð og um alla framtíð:

Ingibjörg Sif Stefánsdóttir og Árdís H. Jónsdóttir, stjórnendur leikskólans Tjarnarsels í Reykjanesbæ, segja frá því hvernig þar er farið að því að vekja áhuga barnanna á tal- og ritmáli, efla orðaforða þeirra og þjálfa þau í að tjá sig:

Unnur Ösp Guðmundsdóttir, sérgreinastjóri leikskólans Grænuvalla á Húsavík, segir frá mótun og innleiðingu læsisstefnu í leikskólanum,

Greinarnar hlutu viðurkenningu í samkeppni Samtaka áhugafólks um skólaþróun um ritun greina um frjótt og skapandi leikskólastarf til birtingar í Skólaþráðum. Dómnefnd skipuðu: Anna Magnea Hreinsdóttir, Bryndís Garðarsdóttir, Kristín Dýrfjörð og Sveinlaug Sigurðardóttir.

Úr myndasafni leikskólans Gefnarborgar.
Scroll to Top