Hefur grein í Skólaþráðum vakið athygli þína?

Frá því í árslok 2016 hafa Samtök áhugafólks um skólaþróun gefið út veftímaritið Skólaþræði (www.skolathraedir.is)Í ritinu hafa nú birst rúmlega 200 greinar, flestar skrifaðar af starfandi kennurum, sem hafa sagt frá áhugaverðu skólastarfi og þannig miðlað hugmyndum sínum til annarra.

Lítið er vitað um lestur greinanna í Skólaþráðum en hægt að sjá hversu margir hafa opnað þær og skoðað. Sú grein sem flestir hafa nálgast hefur verið sótt af rúmlega 17 þús gestum!

Til að forvitnast um lestur greina í Skólaþráðum hafa stjórn samtakanna og ritstjórn ákveðið að leita eftir stuttum umsögnum um greinar í ritinu. Við hvetjum ykkur til að senda okkur stuttar umsagnir um grein eða greinar sem hafa vakið athygli ykkar, hreyft við ykkur, kveikt nýjar hugmyndir eða haft önnur áhrif á ykkur. Umsagnirnir má skrá í eyðublað sem er að finna hér: https://ugla.hi.is/K2/eydublad.php?sid=135&fid=10890

Skilafrestur á umsögnum er 15. desember 2022. Fyrir jól verður dregið úr þeim umsögnum sem borist hafa og tíu umsagnaraðilar fá sendan glaðning fyrir jól (Óskaskrín, sjá hér: https://oskaskrin.is/). Miðað er við að hver megi senda að hámarki þrjár umsagnir.

Ritstjórn áskilur sér heimild til að birta umsagnirnar eða hluta þeirra.