Þann 14. ágúst 2017 efndu Samtök áhugafólks um skólaþróun til ráðstefnu um lykilhæfni. Þemað var: Lykilhæfni – leiðir og leiðsögn.
Leitast var við að svara spurningunni:
Hvernig náum við best þeim markmiðum sem sett eru með skilgreiningu á lykilhæfni í námskrá (hæfni í tjáningu, samræðu, skapandi og gagnrýninni hugsun, samvinnu, sjálfstæðum vinnubrögðum, að nýta ólíka miðla og taka ábyrgð á eigin námi) og hvernig er best að haga mati á þessari hæfni?
Ráðstefnan var í Rimaskóla í Reykjavík og sóttu hana rúmlega 300 þátttakendur.
Dagskrá hófst með setningu kl. 9.00
Árdegis voru flutt eftirfarandi erindi:
9.10–9.40 Meyvant Þórólfsson dósent við Kennaradeild Háskóla Íslands: Lykilhæfni: Alhliða hæfni sem snertir alla þætti uppeldis og menntunar.
9.40–10.10 Anna Magnea Hreinsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs Borgarbyggðar: Sjáðu hvað ég get!
10.10–10.40 Kaffi
10.40–11.10 Stefanía Malen Stefánsdóttir skólastjóri Brúarásskóla: Með lykilhæfni að leiðarljósi! Um Brúna – þróunarverkefni í Brúarásskóla.
11.10–11.40 Hulda Dögg Proppé, kennari í Sæmundarskóla: Hvernig á ég að meta þetta? Að finna leið að settu marki.
11.40–12.10 Ívar Rafn Jónsson framhaldsskólakennari: LeiðsagnarNÁM – Samtal milli kennara og nemenda.
12.10-12.50 Hádegishlé
12.50-13.20 Kristín Ingólfsdóttir prófessor og f.v. háskólarektor: Stenst menntakerfið tæknibyltinguna?
13.30-14.30 og 14.45-15.45 Málstofur, kynningar, sýningar og vinnustofur, sjá hér).