Hugmyndir um þemu fyrir ágústráðstefnu 2022

Verið er að safna hugmyndum um þemu fyrir ráðstefnu Samtaka áhugafólks um skólaþróun 12. ágúst. Þegar þetta er ritað (7.1.22) hafa þessar hugmyndir borist:

 • Þverfaglegir kennsluhættir.
 • Hæfnimiðað nám.
 • Menntastefna til 2030.
 • Leiðsagnarnám.
 • Samskipti og samstarf skólastiga.
 • Gleði, hamingja, þrautseigja og vaxtarhugarfar. Hvernig aukum við færni okkar (fullorðinna og barna) til að efla seiglu og takast á við áföll í daglegu lífi með vaxtarhugarfari kryddað með gleði og hamingju. Hvaða leiðir hafa verið farnar í skóla- og frístundastarfi til að efla þessa þætti og af hverju eru þeir mikilvægir kannski ekki síst núna þegar við erum vonandi að stíga út úr kovidinu.
 • Að kætast á ný! Hvernig geta kennarar og nemendur losað sig úr leiðindahrömmum Covid-ástands og lifað gleðilega á ný? Hugmyndir að fjölbreyttum leiðum og starfsháttum sem ýtt gætu undir starfsgleði og sköpun nemen da og kennara.
 • Námsefni; notkun þess, hönnun, birting og fleira því tengt
 • Starfsþróun kennara – hvernig þarf hún að vera svo hún raunverulega skili sér fyrir nemendur. Draga fram góð dæmi o.s.frv.
  • Þetta tengist fimmta þrepinu í aðgeraráætlun menntastefnu um hæfni fagstétta í starfi, nýjum lögum um menntun kennara, menntafléttunámskeiðunum og svo ótal mörgu.
 • Sjálfsmyndir og upplifanir kennara, tengt „starfskenningar“ pælingum sem voru einhvern tíma í gangi. Ég velti þessu fyrir mér í sambandi við kulnunar, tja, bylgjuna sem virðist vera að leika stéttina grátt, og líka í sambandi við nýliðun í stéttinni sem er að byrja og verður mjög mikil á næstu árum. Neikvæð afstaða eldri kennara til starfsins er það sem mætir kannski nýju fólki og það getur valdið að fólk endist ekki … Ég veit náttúrulega ekkert hvað er til af rannsóknum á þessu sviði eða hvort þetta þykir bara eitthvað sem er of mikil naflaskoðun  eða eitthvað, en klárlega eitthvað sem þarf að staldra við. Þannig gætu nokkrir punktar verið:
  • andleg sjálfsvörn
  • að temja sér góðar vinnuvenjur
  • að velja sér fyrirmyndir í starfi
  • að finna gleðina í starfinu
 • „Kennarinn sem frumkvöðull“ – möguleikar til að prófa nýja hluti og prófa sig áfram, t.d. alþjóðastarf, fjarnám, félagsstörf af ýmsu tagi …. þetta er hluti þess sem gefur manni starfsánægju og heldur manni lifandi …
 • Skapandi aðferðir við að kenna íslensku sem annað tungumál.
 • Nemendur ráða ferðinni / Rödd og áhrif barna og ungmenna.
 • Leikir í fyrirrúmi!
 • Skemmtilegt skólastarf.
 • Skóla- og skólaþróunarþjónustu á öllum skólastigum.
 • Mikilvægi leiðtoga í skólastarfi (ekki bara stjórnendur)
 • Sjálfbærni- og loftslagsmenntun.
 • Lífsleiknin sem hinn nýi kennsluveruleiki.
  • Um upprisu samfélagsgreinanna nú þegar covid tíminn (skortur á félagstengslum og lífsgleði) og nýfrjálshyggjan (læsi og raungreinaáherslur umfram annað) eru að fjara út og við þurfum að læra að lifa í sýndarveruleika og samfélagsmiðla – þar sem tæknin mun skipa æ stærri hlut í lífi okkar og félagsleg tengsl munu aðallega aukast í fjarheimum á meðan við erum að fást við hnattræna hlýnun og auknar hamfarir náttúrunnar en við þurfum sjálf að halda ró okkar og öðlast góð lífsgæði í þessum nýju aðstæðum.
 • Kennslu erlendra nemenda og nálgun skóla og samfélags að málaflokknum og þá með aðlögun og samþættingu í huga. Skólar eru mjög misjafnlega á veg komnir í þessu og sveitarfélög enn frekar.
 • Það er svo margt sem kemur til greina.
  • Mér finnst áhugavert hvað margir kennarar óttast það að vera að svíkjast um ef þeir fara „sínar“ leiðir hvað varðar inntak. Það finnst mörgum þeir svíkjast um að kenna ekki iðnbyltinguna eða seinni heimsstyrjöldina, ef þeir vinna í staðinn t.d  með samfélagsbreytingar nútímans eða stríð samtímans. Þannig að ég hugsa stundum hvernig fer maður af því að vinna með óttann annars vegar og djörfung hins vegar.
  • Á skólastjóraþinginu í haust fannst mér mjög áhugaverður vinkillinn á meðvirkni í skólasamfélaginu.
  • Mér finnst kennarar hrópa mikið á aðstoð að utan hvað varðar hegðunarerfiðleika, námserfiðleika ofl. og að þeir ná ekki á nógu nærandi hátt utan um starfið sitt. Mér finnst við/kennarar/skólastjórnendur standa á krossgötum hvað varðar trúna á eigin getu, trúna á það kerfi sem við hrærumst í.
 • “21. aldar nemandinn: Hver err hán?”
  • Skoðað verði frá ýmsum hliðum hve margt er orðið gjörbreytt á öldinni sem er að líða (já, hún er það) sem hefði verið óhugsandi á þeirri síðustu þegar ráðstefnugestir stóðu í sem mestum blóma. Til dæmis:
   • * Nemendur gera hluti sem hafa raunveruleg áhrif á heimsvísu (Malala, Greta) eða ná að minnsta kosti útbreiðslu langt út fyrir skólann.
   • * Endurgjöfin sem nemendur sækjast eftir snýst ekki lengur um einkunnir eða velþóknun kennarans, heldur hvort verkið skipti máli.
   • * Nemendur lifa lífi sínu nánast alfarið í heimi upplýsingatækninnar – nema í skólanum (víða).
   • * Myndrræn framsetning er smám saman að taka fram úr hinu ritaða orði.
   • * Innihald námsbóka hefur síminnkandi vægi og bráðum verða þær ekki lengur til.
   • * Breytingar á valdajafnvægi nemenda og kennara – réttindaskólar, nemendalýðræði – nemendur nálgast jafnréttisgrundvöll við fullorðna fólkið, er rþað ekki bara frábært?
   • * Áhugasvið nemenda skipar vaxandi sess í námi – námskrá er að leysast upp, námsgreinar eru hverfandi. Nemendur vilja læra um það sem þau hafa áhuga á, ekki það sem fullorðna fólkið ákveður.
  • Taka róttæka umræðu um skólamál — er ekki allt að opnast núna þegar hriktir í kerfunum og feðraveldið hrynur?  Hvernig væri að ræða hvernig við sköpum umgjörð sem er ekki skaðleg börnum … vellíðan og öryggi kennara, persónulega færni og sjálfsmeðvitund – er þetta ekki aðal málið?
  • Mannréttindi barna og lýðræði (virkt lýðræði) í grunnskólum.
   • Margir skólar eru t.d. orðnir réttindaskólar UNICEF. Eins þá eru einhverjir skólar búnir þróa virkan lýðræðisvettvang þar sem raddir barna komast upp á yfirborðið, t.d. gegnum skólaþing eða lýðræðisráð nemenda.
  • Tengsl skóla- og frístundastarfs út frá hugmyndinni um heildstæðan dag barna.
   • Engidalsskóli í Hafnarfirði hefur t.d. mótað skipulag þar sem frístundastarf blandast inn í skóladaginn gegnum verkefni sem þau kalla frístundafjör og stundarfriður. Inn í þetta blandast umræðan um samstarf ólíkra fagstétta og landamærin milli þeirra.
  • Samþætting á unglingastigi og kennsluskipulag sem þróað hefur verið í kringum slík verkefni.
  • Framtíð náms og kennslu.
  • Geðrækt fyrir nemendur
Scroll to Top