Hvað segja þátttakendur …

Af hverju viltu komast á Utís? Brot úr nokkrum umsögnum þátttakenda undanfarin ár:

– Utís er besta símenntunarvítamínið sem til er, það er frábært að hitta alls konar fólk af mismunandi skólastigum og skoða hvað þau gera og hvernig það gæti nýst manni sjálfum, skemmtilegustu kennarar landsins eru á Utís og ég er til í að vera í þeirra hópi.

– Lang besta endurmenntun sem ég hef kynnst. Eldmóðurinn er mér nauðsynlegt eldsneyti til að komast í gegnum árið. En í raun er það fólkið, það er svo geggjað að hitta fólk á sömu bylgjulengd og ræða kennslufræðileg málefni frá morgni til kvölds.

– Ég hef komið tvisvar áður og þetta er einfaldlega besta endurmenntun sem til er. Ég gæti ekki hugsað mér næsta ár án þess að komast og fá þá innspýtingu og kennslufræðilegu tengingu sem Utís hefur gefið mér. Upplýsingatækni í skólastarfi hvílir á kennslufræði og ég hef lagt áherslu á það hér að innleiðing sé á kennslufræðilegum grunni – þ.e. tæknin er ekki málið heldur nám barnanna. Ég er óendanlega þakklát fyrir Utís og þann ómetanlega stuðning við skólakerfið sem Ingvi Hrannar hefur verið í gegn um árin. Það tengslanet sem ég hef öðlast hefur verið ótrúlega dýrmætt, en það styrkist og eflist við að koma aftur.

– Hef sótt Utís frá upphafi og finnst það einfaldlega hápunkturinn á árinu á svo margan hátt. Mögnuð upplifun fyrir kennara í upplýsingatækni að hitta alla hina nördana, læra af þeim og miðla.

– Utís er einfaldlega lang besta leiðin til að læra og þroskast í síbreytilegum UT heimi á Íslandi. “Endurmenntun” af bestu sort þar sem maður lærir af og deilir með öðrum. Svo kynnist maður öllum þeim helstu í sínum bransa!

– Þegar ég fór fyrst á Utís var það ein mesta og besta upplifun mín sem kennari. Þar endurnærðist ég og dyr opnuðust sem mig hafði ekki órað fyrir. Kennsluaðferðir mínar gjörbreyttust og ég hafði svo miklu meira gaman af kennslunni en áður, held að það sé af því að ég fór að upplifa mig meira sem hluti af námsferli nemenda – ég varð nemandi með þeim í öllu ferlinu.

ÍSLENSKU MENNTAVERÐLAUNIN