Hvatningarverðlaun Íslensku menntaverðlaunanna 2022
Menntaskóli Borgarfjarðar
fyrir framsækna endurskoðun á námskrá með það að leiðarljósi að búa nemendur sem best undir áskoranir í lífi og starfi í nútíð og framtíð
Við skólann er unnið að skólaþróunarverkefninu Menntun fyrir störf framtíðar sem beinist að því að framhaldsskólanám búi nemendur sem best undir líf og starf með því að leggja enn meiri áherslu á nýsköpun, virkni, gagnrýna hugsun, lausnaleit, sköpun, hönnunarhugsun, upplýsingatækni og þrautseigju. Í þessu skyni hafa kennarar skólans, í víðtæku samráði, meðal annars við nemendur, innleitt svokallað Lífsnám, sem eru áfangar um það sem skiptir máli í lífinu; kynlíf, geðheilbrigði, fjármál, umhverfismál, jafnrétti og mannréttindi. Stafrænni hönnun og miðlun hefur verið fléttað inn í alla áfanga og allir nemendur leggja stund á áfanga þar sem þeir takast á við vísindi, tækni, verkfræði, listsköpun og stærðfræði (STEAM-áfanga). Þá hefur verið komið á fót í skólanum náms- og kennslurými fyrir fjölbreytta og skapandi vinnu (Kvikan).
Um þetta skólaþróunarverkefni má meðal annars fræðast hér:
- Signý Óskarsdóttir og Lilja S. Ólafsdóttir. (2022). Framtíðin er hér! Innleiðing STEAM náms og kennslu í Menntaskóla Borgarfjarðar. Skólaþræðir. Tímarit Samtaka áhugafólks um skólaþróun. https://skolathraedir.is/2022/05/16/framtidind-er-her-innleiding-steam-nams-og-kennslu-i-menntaskola-borgarfjardar/
- Um Lífsnámið, á heimasíðu skólans: https://menntaborg.is/skolathroun/lifsnam/
- Um stafræna hönnun og miðlun: https://menntaborg.is/skolathroun/stafraen-honnun-og-midlun/
- Um STEAM áfangana (vísindi, tækni, verkfræði, listsköpun og stærðfræði): https://menntaborg.is/skolathroun/steam-greinar/
- Um Kvikuna: https://menntaborg.is/skolathroun/kvikan/