Hvatningarverðlaunin 2021

Vilhjálmur Magnússon / Vöruhúsið – miðstöð skapandi greina á Hornafirði
Vöruhúsið er einstakur vettvangur til kennslu í nýsköpun og list- og verkgreinum á öllum skólastigum. Þar er boðið upp á formlegt og óformlegt nám í handverki, hönnun og hugmyndavinnu þar sem lögð er áhersla á þverfagleglega samvinnu. Forstöðumaður er Vilhjálmur Magnússon.

Meginmarkmið Vöruhússins, sem tók til starfa, 2012, eru meðal annars að efla verkþekkingu og menntun í verk- og tæknigreinum, kennslu og nám í list- og verkgreinunum, styðja við félagsstarf, vera opinn vettvangur til sköpunar, vinna að miðlun þekkingar og vera brú milli kynslóða.

Í húsinu er fyrirmyndaraðstaða til kennslu í list- og verkgreinum. Þar er meðal annars myndmenntastofa, textílstofa, smíðastofa, málmsmíðastofa, fatahönnunarstofa, listastofa, ljósmyndastúdío, aðstaða til hljóðupptöku, tónlistarherbergi og síðast en ekki síst, vel búin Fab Lab hönnunarsmiðja.

Í húsinu vinna jafnt nemendur, kennarar, listamenn, hönnuðir og frumkvöðlar.

Á heimasíðu Vöruhússins, https://voruhushofn.is/, segir m.a.:

Smellið á myndina til að skoða heimasíðu Vöruhússins!

ÍSLENSKU MENNTAVERÐLAUNIN

Scroll to Top