Fimm kennarar eru tilnefndir sem framúrskarandi kennarar (smellið á nöfnin fyrir nánari upplýsingar):
Anna Sofia Wahlström, kennari við leikskólann Holt í Reykjanesbæ, er tilnefnd fyrir framúrskarandi kennslu og þróunarstarf í tengslum við innlend og alþjóðleg verkefni sem beinast að því að efla skapandi leikskólastarf með áherslu á læsi og lýðræði.
Birte Harksen, kennari við Heilsuleikskólann Urðarhól í Kópavogi, er tilnefnd til Íslensku menntaverðlaunanna 2020, fyrir framúrskarandi kennslu og frumkvæði við að efla skapandi og leikmiðaða starfshætti í leikskólum með vefsvæðunum Börn og tónlist, Leik að bókum og Stafagaldur.
Björn J. Sighvatz, kennari á málmsmíða- og vélstjórnarbraut Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, er tilefndur fyrir framúrskarandi kennslu, meðal annars við að hvetja nemendur til dáða og stuðla að góðum námsárangri þeirra.
Ólöf Ása Benediktsdóttir, kennari við Hrafnagilsskóla, er tilefnd fyrir framúrskarandi árangur við kennslu á unglingastigi, fjölbreyttar kennsluaðferðir og óbilandi trú á hæfni allra nemenda.
Þórunn Elídóttir, kennari við Hamraskóla í Reykjavík, er tilnefnd fyrir framúrskarandi árangur í byrjendakennslu, vandaða lestrarkennslu barna í yngstu bekkjum grunnskóla og þróun og miðlun námsefnis í læsi.
