Íslensku menntaverðlaunin 2021

Íslensku menntaverðlaunin 2021 hafa verið veitt við athöfn á Bessastöðum:

(Smellið á heiti verðlaunahafanna til að sækja nánari upplýsingar)

Framúrskarandi skólastarf eða menntaumbætur

Leikskólinn Aðalþing fyrir framsækið, skapandi skólastarf og lýðræðislega starfshætti.

Framúrskarandi kennari

Hanna Rún Eiríksdóttir, kennari við Klettaskóla, fær verðlaun fyrir framúrskarandi kennslu nemenda með fötlun, meðal annars fyrir að þróa nýjar leiðir til tjáskipta.

Framúrskarandi þróunarverkefni

Leiðsagnarnám / Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur / Nanna Kr. Christiansen
Þróunarverkefni um eflingu námsmenningar sem stuðlar að aukinni ábyrgð nemenda á eigin námi.

Hvatningarverðlaun

Vilhjálmur Magnússon / Vöruhúsið – miðstöð skapandi greina á Hornafirði
Vöruhúsið er einstakur vettvangur til kennslu í nýsköpun, list- og verkgreina á öllum skólastigum. Þar er boðið upp á formlegt og óformlegt nám í handverki, hönnun, hugmyndavinnu þar sem lögð er áhersla á þverfagleglega samvinnu. Forstöðumaður er Vilhjálmur Magnússon.


Hér má sjá tilnefningarnar til Íslensku menntaverðlaunanna 2021


Scroll to Top