Íslensku menntaverðlaunin 2022

Íslensku menntaverðlaunin 2022 hafa verið veitt við athöfn á Bessastöðum:

(Smellið á heiti verðlaunahafanna til að sækja nánari upplýsingar)

Framúrskarandi skólastarf eða menntaumbætur

Leikskólinn Rauðhóll fyrir fagmennsku, gæði í leikskólastarfi og öflugt þróunarstarf.

Framúrskarandi kennari

Elísabet Ragnarsdóttir fyrir einstaka fagmennsku við leikskólakennslu.

Framúrskarandi þróunarverkefni

Átthagafræði í Grunnskóla Snæfellsbæjar
Þróunarverkefni sem beinist að því að efla jákvæð og virk tengsl skóla og samfélags, þekkingu nemenda á heimabyggð sinni og auka fjölbreytni í námi.

Framúrskarandi iðn- eða verkmenntun

Átaksverkefnið #kvennastarf.
Tækniskólinn í samstarfi við iðn- og verkmenntaskóla í landinu fyrir að efna til átaks til að stuðla að auknu jafnrétti til náms.

Hvatningarverðlaun

Menntaskóli Borgarfjarðar fyrir framsækna endurskoðun á námskrá með það að leiðarljósi að búa nemendur sem best undir áskoranir í lífi og starfi í nútíð og framtíð.


Hér má sjá tilnefningarnar til Íslensku menntaverðlaunanna 2022


Scroll to Top