Komdu og skoðaðu í Kistuna mína? 14. ágúst 2014.

Þann 14. ágúst 2014 héldu Samtök áhugafólks um skólaþróun ráðstefnu í Smáraskóla í Kópavogi þar sem kennarar kynntu ýmsar hugmyndir, smáar og stórar, sem vel höfðu reynst og þeir töldu að fleiri geti nýtt sér. Boðið var upp á tólf stutt erindi, veg gspjöld og sýningarbása. Ráðstefnunni var ætlað að verða nokkurs konar skiptimarkaður góðra hugmynda í upphafi vetrarstarfs. Um 300 manns tóku þátt í ráðstefnunni.Kynningar:

 • Sigrún Svafa Ólafsdóttir verkefnastjóri námskeiða og dönskukennari á Háskólabrú: Einstaklingsmiðuð kennsla í dönsku
 • Elva Björt Pálsdóttir efnafræðikennari við Kvennaskólann í Reykjavík: Þróun í Kvennó – tími nemenda er dýrmætur
 • Borghildur Jósúadóttir kennari við Grundaskóla á Akrnaesi: Ekki gera ekki neitt – hvernig fór ég að þessu? – Samþætting list og verkgreina við bóklegt nám
 • Fanney Snorradóttir og Hjördís Albertsdóttir kennarar í Norðlingaskóla: Skapandi starf í smiðjum
 • Kristín Einarsdóttir, íþrótta- og grunnskólakennari: Leikur að læra – að kenna bóklegar greinar í gegnum leik og hreyfingu
 • Helena Rafnsdóttir, deildarstjóri Njarðvíkurskóla og Helga Eiríksdóttir sérkennari í Akurskóla: Leið til læsis – verkefnabanki og eftirfylgni
 • Ása Helga Ragnarsdóttir, aðjúnkt við Kennaradeild Háskóla Íslands: 101 nótt – aðferð til að vekja áhuga á ritun
 • Ármann Halldórsson framhaldsskólakennari í Verzlunarskóla Íslands: Klappland – pólítískur ómöguleikur – Hlutverkaleikur og námsspil um lýðræði fyrir unglingastigið og framhaldsskóla
 • Hugrún Elísdóttir: Með fingurinn á framtíðinni – kynning á spjaldtölvuverkefni
 • Sólveig Rósa Sigurðardóttir kennari í Sæmundarskóla og Birgir Rafn Friðriksson hjá Snjallskólanum (snjallskolinn.is): Spjaldtölvuverkefni í 1.-10. bekk
 • Kristjana Steinþórsdóttir verkefnastjóri stærðfræðinnar og Þrúður Hjelm skólastjóri Krikaskóla: Stærðfræði í Krikaskóla
 • Ragnar Gestsson, grunnskólakennari og Magnús J. Magnússon,skólastjóri: Barnabær: Bær í bænum – þróunarverkefni
Scroll to Top