Lög Samtakanna

1. gr.
Nafn félagsins er Samtök áhugafólks um skólaþróun.

2. gr.
Hlutverk samtakanna er að stuðla að þróun og nýbreytni í skólum og efla samstarf og samskipti þeirra sem starfa að skólaþróun.

3. gr.
Markmiðum sínum hyggjast samtökin ná með því að:
– Standa árlega fyrir málþingi um skólaþróun
– Halda úti heimasíðu þar sem félagar geta skipst á upplýsingum og hugmyndum um allt það er varðar markmið félagsins.
– Hvetja til og standa að útgáfu um skólaþróun eftir því sem efni og aðstæður leyfa, m.a. með því að gefa út veftímarit.
– Stuðla að faglegri umræðu um skólastarf í íslensku samfélagi.
– Vinna að því að efla skólaumbótastarf, menntarannsóknir, starfsþróunarverkefni og starfendarannsóknir.
– Vekja athygli á áhugaverðu skólastarfi, m.a. með aðild að og umsjón með Íslensku menntaverðlaununum.

4. gr.
Félagar geta orðið:
– 
Starfsmenn skóla á öllum skólastigum. Einnig aðrir þeir sem áhuga hafa á fræðslumálum og vilja leggja félaginu lið.

5. gr.
Reikningstímabil er hvert almanaksár. Árgjald skal ákveðið á aðalfundi og innheimt sem fast gjald á hvern félaga. Félagsmenn 70 ára og eldri greiða ekki
félagsgjöld.

6. gr.

Á aðalfundi er kosin sjö manna stjórn. Stjórn skiptir með sér verkum: Formaður, varaformaður, gjaldkeri, ritari og meðstjórnendur.

7. gr.

Á vegum félagsins starfar þriggja manna uppstillinganefnd. Uppstillinganefnd skal leita eftir fólki til starfa fyrir félagið samkvæmt því sem fram kemur í lögum þessum og tryggja að í hvert laust sæti sé a.m.k. einn frambjóðandi. Í störfum sínum skal uppstillinganefnd stuðla að því að frambjóðendur endurspegli sem best heildarsamsetningu félaga í samtökunum.

8. gr.

Aðalfundur er haldinn annað hvert ár í tengslum við málþing. Til aðalfundar skal boðað með minnst mánaðar fyrirvara og skulu þar kynntar tillögur að lagabreytingum.

9. gr.
Rétt til setu á aðalfundi með málfrelsi, tillögufrelsi og atkvæðisrétti eiga allir félagar samtakana sem eru skuldlausir við félagið. Fulltrúar styrktarfélaga eiga rétt til setu á aðalfundi með mál- og tillögufrelsi.

10. gr.
Dagskrá aðalfundar er eftirfarandi:
1. Fundarsetning.
2. Kosning starfsmanna fundarins, fundarstjóra og fundarritara.
3. Skýrsla stjórnar fyrir síðustu tvö ár kynnt og rædd.
4. Endurskoðaðir reikningar fyrir síðustu tvö ár kynntir og afgreiddir.
5. Starfsáætlun til tveggja ára og langtíma stefnumörkun.
6. Lagabreytingar kynntar, ræddar og afgreiddar.
7. Tillaga að árgjaldi kynnt, rædd og afgreidd.
8. Ályktanir kynntar, ræddar og afgreiddar.
9. Kosningar:
a)  Kosning stjórnar samkvæmt 6. grein.
b)  Kosning uppstillinganefndar.
c)  Kosning tveggja félagslegra endurskoðenda.
d) Kosning ritstjórnar fyrir vefrit félagsins. Kjósa skal að lágmarki fimm manna ritstjórn.
e) Kosning umsjónarhóps með kynningarstarfi á samfélagsmiðlun. Kjósa þarf að lágmarki þriggja manna hóp, einn af hverju skólastigi.
10. Önnur mál.
11. Fundarslit.

11. gr.
Heimilt er að kjósa heiðursfélaga og skal það gert á aðalfundi undir liðnum Önnur mál. Heiðursfélagar greiða ekki árgjald til félagsins.

12. gr.
Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi með einföldum meirihluta atkvæða. Tillögur um lagabreytingar þurfa að berast stjórn tveimur mánuðum fyrir aðalfund.

13. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.

Upphafleg lög samþykkt á stofnfundi á Selfossi þann 18. nóvember 2005. Nokkrar breytingar samþykktar á aðalfundi félagsins 4. nóvember 2019 og á aðalfundi 8, nóvember 2021

Scroll to Top