Málþing um mótun menntastefnu – niðurstöður hópumræðna

Hér má sjá niðurstöður hópvinnunnar (gögnin sem unnin voru á þinginu má sjá með því að smella á spurningarnar – fyrir neðan þær eru samantektir):

1. Hvaða lærdóma má draga af fyrri stefnumörkunum fræðsluyfirvalda (sveitarfélög – ríki)?

 • Áríðandi er að líta á skólakerfið í stöðugri þróun.
 • Stefnumörkun þarf að vera skýr (sameiginglegur skilningur) og byggja á traustum rannsóknargrunni.
 • Stefnuna þarf að vinna í samráði.
 • Stefnumörkunin þarf að vera raunhæf – það þarf að vera hægt að hrinda henni í framkvæmd og hana þarf að innleiða og fylgja eftir með markvissri skóla- og starfsþróun í virku samstarfi við hagsmunaaðila. Margt í fyrri stefnumörkun hefur ekki náð fram að ganga vegna skorts á , stuðningi, tíma, eftirfylgni eða óraunhæfra krafna. Stefna verður ekki innleidd nema henni fylgi fjármagn og viðeigandi bjargir.
 • Tengja þarf heilbrigðis- og menntakerfi betur saman.
 • Fagmennska kennara er lykill að skólaþróun. Áríðandi er að treysta kennurum og virða frelsi þeirra.

2. Hvaða þýðingu hefur stefnumörkun fræðsluyfirvalda (sveitarfélög eða ríki) fyrir skólastarf og er hennar þörf?

 • Stefnumörkun stuðlar að samræðu og er áttaviti fyrir sveitarfélögu og ríki. Yfirvöld þurfa að hafa skýra sýn til framtíðar.
 • Stefnumörkun verður að byggja á grunngildum, trausti og á sterkum þáttum skólakerfisins. Hún þarf að lyfta því sem vel er gert í skólastarfi. Varast þarf niðurrif og kollvarpanir.
 • Virða þarf faglegt frumkvæði kennara. Valdefling skóla, kennara, foreldra og nemenda er lykilatriði.
 • Áríðandi er að stefnunni sé fylgt eftir með markvissri starfsþróun og að skólar fái meira frelsi og tíma til að innleiða og útfæra.

3. Hvað þarf til að opinber stefnumörkun skili ávinningi fyrir skólastarf?

 • Stefnan þarf að vera auðskiljanleg (sameiginlegur skilningur á ákvæðum hennar) og aðgengileg, skynsöm og raunhæf.
 • Aðalnámskrá og námsmat þurfa að haldast í hendur.
 • Stefnan verður að vera sameign (sátt um hana) og byggja á samtali og samráði.
 • Treysta þarf fagmennsku kennara og byggja á virkri starfsþróun þeirra.
 • Gæta þarf að samfellu milli skólastiga.
 • Markviss innleiðing og henni þarf að gefa nægjanlegan tíma.
 • Breyta verður kjarasamningum kennara.

4. Hverjar eiga að vera helstu áherslur menntastefnunnar?

 • Menntun til farsældar fyrir alla. Stuðla að fjölbreyttu og lýðræðislegu skólastarfi, jöfnuði, vellíðan, þekkingu og læsi, gagnrýninni hugsun, lýðheilsu og sjálfstyrkingu, félagshæfni, númenntun, verkviti og sköpun.
 • Að valdefla kennara – virða fagmennsku þeirra og frelsi.
 • Öflug starfsþróun.
 • Koma betur til móts við nemendur af erlendum uppruna.
 • Efla stuðning við nemendur sem glíma við geðræn vandamál.
 • Koma á markvissu samstarfi milli mennta-, félagsmála- og heilbrigðiskerfis.
 • Brjóta niður veggi milli skólastiga.
 • Efla samstarf skóla og atvinnulífs.
 • Skapa samstarfsmenningu.
 • Stuðla að flæði milli ríkis og sveitarfélaga.
 • Gera kennarastarfið aðlaðandi og stuðla að nýliðun.

5. Hvernig viljum við sjá skólastarf árið 2030?

 • Áhersla á sveigjanleika, lýðræðslega og virka kennsluhætti, þverfaglega nálgun og aukna ábyrgð nemenda á námi.
 • Nemendur öðlist hæfni til að takast á við óvissa framtíð. Kapp lagt á að efla gagnrýna og skapandi hugsun, merkingarbært nám, samskiptahæfni, tjáningu, hæfni til að setja sig í spor annarra, heilsu, tilfinningaþroska.
 • Verkviti gert hátt undir höfði.
 • Sveigjanleg stundaskrá og starf, einstaklingsmiðun – nemendamiðað nám. Áhersla á að koma betur til móts við alla nemendur.
 • Sjálfbærni.
 • Mennt og menning sameinist í skólastarfinu.
 • Skólinn sem lifandi lærdómssamfélag.
 • Leiðsagnarnám verði þungamiðja starfsins.
 • Skólinn verði mun opnari – miðstöð menntunar og félagsstarfs.
 • Áhersla á félagsstarf og óformlegt nám.
 • Útinám og vettvangsnám verði stór hluti daglegs starfs.
 • Lærdómssamfélög – mikil símenntun starfsmanna – öflug starfsþróun – þar sem allir vilja læra meira og þróa starfið – fagmenntað fólk í öllum störfum
 • Fleiri fagstéttir komi til starfa – áhersla á teymisvinnu og teymiskennslu.
 • Kennarastarfið virt. Laun í samræmi við menntun álag og ábyrgð.
 • Fjölbreyttar útskriftarleiðir.
 • Rannsóknir notaðar við þróun skólastarfs.

Aftur á aðalsíðuna

Scroll to Top