Ágústráðstefnan 2022: Með gleðina að leiðarljósi: Kennarar sem leiðtogar og brautryðjendur í skapandi starfi

Ágústráðstefna Samtaka áhugafólks um skólaþróun í Stapaskóla í Reykjanesbæ föstudaginn 12. ágúst nk. (kl. 9.00-16.00).

Þema ráðstefnunnar:

Með gleðina að leiðarljósi: Kennarar sem leiðtogar og brautryðjendur í skapandi starfi

Áhersla var lögð á að kynna skólastarf og þróunarverkefni þar sem kennarar hafa farið inn á nýjar brautir; „út fyrir rammann“.


Dagskrá ráðstefnunnar

Kl. 9.00 Setning: Gróa Axelsdóttir, skólastjóri Stapaskóla og Aðalheiður Stefánsdóttir, varaformaður Samtaka áhugafólks um skólaþróun.

Kl. 9.10-10.10

Þróunarstarfið í Stapaskóla. Fulltrúar úr unglingastigsteymi skólans, þær Elfa Ingvadóttir, Brynhildur Sigurðardóttir, Heiða Björg Árnadóttir, Linda María Jensen og Ninna Stefánsdóttir, fluttu erindi sem þær nefndu Samþætting og sköpun í framsæknu skólaumhverfi og fjallaði um hvernig tekist hefur til með samþættingu námsgreina, vinnu með skapandi heimanám, teymiskennslu og hvernig skólaumhverfið hefur áhrif á starfið.

Signý Óskarsdóttir, verkefnisstjóri skólaþróunar við Menntaskóla Borgarfjarðar kynnti skólaþróunarverkefnið Menntun fyrir störf framtíðar. Í skólanum hefur farið fram endurskoðun á skólanámskrá með það að markmiði að efla þátt stafrænnar miðlunar, sköpunar og STEAM greina (vísindi, tækni, nýsköpun, listir og stærðfræði). Einnig er lögð stóraukin áhersla á lykilhæfni og lífsleikni (lífsnám). Þá er verið að þróa í skólanum svokallað Framtíðarver með aðstöðu til margs konar tæknivinnu, miðlunar og sköpunar.

Kl. 10.30-12.00

Ólöf Ása Benediktsdóttir, kennari við Hrafnagilsskóla, sagði frá fjölbreyttum verkefnum á unglingastigi skólans þar sem áhersla hefur verið lögð á samþættingu, samvinnu, samræður nemenda og skapandi skil. Ólöf Ása nefndi erindi sitt: Það er draumur að vera í skóla: Að auka hlutdeild nemenda í eigin námi með gleði og sköpun.

Hörður Svavarsson, leikskólastjóri í Aðalþingi flutti erindi sem hann kallaði Vefarinn mikli og allt hans hafurtask og lýsti því svo að hann ætli að láta móðan mása um ýmislegt sem hann hefði mis mikið vit á en þætti gaman að tala um, eins og skapandi starf, misskilninginn um lýðræðið, þróunarstarf og Menntaverðlaunin sem björguðu skólanum.

Oddný Sturludóttir, menntunarfræðingur sagði frá Menntafléttunni, sem er samvinnuverkefni stjórnvalda, Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri og Kennarasambandsins – og eitt stærsta starfsþróunarverkefni síðari ára á Íslandi í erindi sem hún kallaði „Það er svo gott að deila með öðrum“. Markmið Menntafléttunnar er að styðja við námssamfélög og teymi í skólum. En hvaða þrír þræðir mynda þessa fléttu? Oddný bregður birtu á það, dyggilega studd af Menntaflétturum um land allt.

Skráning á fyrirlestra, málstofur og vinnusmiðjur síðdegis

Staðsetningar síðdegis

Ráðstefnustjóri: Helgi Arnarson fræðslustjóri Reykjanesbæjar


Ráðstefnugjald: kr. 5.000.- fyrir félagsmenn í Samtökum áhugafólks um skólaþróun og kr. 7.500.- fyrir utanfélagsmenn. Gjaldið má greiða með því að leggja greiðslu inn á þennan reikning: 0323–26–002277, kt. 451205-0720 og senda tilkynningu um greiðslu á þetta netfang: skolastofan(hja)skolastofan.is

Árdegisdagskrá og síðdegisdagskrá í sal verða sendar út í streymi. Þeir félagar í Samtökum áhugafólks um skólaþróun sem vilja nýta sér það greiða kr. 2.000.- fyrir aðgang að streymi, en utanfélagsfólk, kr. 4.000.-

ÁRÍÐANDI ER AÐ TILKYNNA FORFÖLL MEÐ FORMLEGUM HÆTTI MEÐ TILKYNNINGU Á ÞETTA NETFANG: SKOLASTOFAN(HJA)SKOLASTOFAN.IS