Hönd í hönd: Horft til framtíðar um samstarf foreldra, skóla og frístundastarfs í þágu barna, 5. apríl 2024

Ávarp Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra

Samantekt Guðna Olgeirssonar

 • Mikilvægi samstarfs heimila og skóla, jákvæð skólabragur, námsárangur, inngilding, farsæld.
 • Sterk landssamtök foreldra mikilvæg, Heimili og skóla, Farsældarsáttmáli og endurreisn. Virk foreldrahreyfing.
 • Menntastefna, farsæld, Ný miðstöð menntunar og skólaþjónustu, skólaþróunarstyrkir, menntarannsóknir, heildstæð skólaþjónusta, námskeið í HÍ, foreldrafærni
 • Skýr ábyrgð allra aðila, skýr sýn samfélag sem velferð barna er í fyrirrúmi. Áhersla á þorpið.

Auður Magndís Auðardóttir, lektor í HÍ deild menntunar og margbreytileika, finnst mér ég aldrei standa mig og muna ekki neitt

 • Greindi frá rannsókn með hvaða hætti kvíði, samviskubit og skömm birtist hjá mæðrum og feðrum  vegna skóla- og tómstundastarfs
 • Ýmsar tilfinningar foreldra til skóla- og tómstundastarfs barna
 • Oftrú á uppeldi og oftrú á mæðrun. Gleymist að taka samfélagið með í reikninginn. Jaðarsetur feður, ömmur og afa.
 • Stöðugt samviskubit, t.d. vegna heimalesturs og alls konar pósta frá skólum, mjög erfitt hlutverk. Heimanám kemur ekki fyrir hjá feðrum og í tengslum við lestur kemur hjá þeim hamingja og gleði. Mikill kynjamunur. Mikil hugræn byrði fyrir mæður.
 • Tómstundir. Kvíði og áhyggjur mæðra af því að gera ekki nóg.
 • Þriðja vaktin. „Allir fjandans tölvupóstarnir“.
 • Ekki er hægt að segja með óyggjandi hætti að aukin aðkoma foreldra að skóla- og tómstundavinnu sé alltaf til hagsbóta fyrir fjölskyldur eða auki lífshamingju. Athuga heildstætt mat á því hvað er börnunum fyrir bestu.
 • Fjörugar umræður á borðum eftir erindi. T.d. talað um að gefa þyrfti foreldrum, mæðrum sérstaklega, aukið svigrúm til að sinna námi barna sinna með lægra starfshlutfalli, einnig hafa skýrari skilaboð frá skólum.  Einnig var talað um hlutverk og aðkomu stórfjölskyldunnar, t.d. afa og ömmu.

Sólveig Ágústsdóttir og Hlíf Brynja Baldursdóttir kennarar Fellaskóla. Foreldrasastarf og heimanám í fjölmenningarlegum skóla.

 • Kynntu skólastarfið í Fellaskóla, m.a. vinnu við hæfniviðmið og hugtök.
 • Hlutfall fjöltyngdra barna í Fellahverfi um 90%. Frábærir krakkar með ólíkan bakgrunn, jákvætt að tala mörg tungumál.
 • Allir kennarar og allt starfsfólk eru íslenskukennarar. Íslenska er skólamálið. Öll í sama liði. Íslenska í öllu starfi.
 • Draumaskólinn Fellaskóli: Mál og læsi, Leiðsagnarnám, tónlist og skapandi skólastarf. Leikskólar og frístund með.
 • Margar áskoranir í fjölmenningarlegum skóla, t.d. samstarf heimila og skóla sem geta verið erfið, foreldrafundir, mjög mörg túlkaviðtöl, skilaboð, tengslanet og erlendir foreldrar kunna oft ekki á kerfið.
 • Til umhugsunar um heimalestur. Sumum finnst 15 mínútur langur tími en stuttur tími til að vera í tölvu eða síma.

Sandra Björk Hreinsdóttir nemandi í 9. bekk Brekkubæjarskóla á Akranesi.

 • Nemendastýrð foreldraviðtöl hafa verið í Brekkubæjarskóla frá 2019. Nemendur koma þá á framfæri því sem þeim finnst mikilvægast. Nemendalýðræði mjög mikilvægt og styrkir sjálfstæða hugsun. Miklu betra að hafa viðtölin nemendastýrð að mati nemenda.
 • Hvetur foreldra og starfsmenn skólans til þess að tala meira við börnin, hlusta og leggja sig fram við að hlusta á sjónarmið barna. Finna tilgang hvers barns og hvað hvetur það áfram.
 • Mikilvægast af öllu er að börnin sjálf fái að tjá sig og tala sínu máli, hafa áhrif.
 • Kannast ekki við að samstarf heimila og skóla sé íþyngjandi í Brekkubæjarskóla.

Þorvar Hafsteinsson, formaður Heimilis og skóla. Samstarf heimila og skóla, barnanna vegna.

 • Mikilvægi samstarfs heimila og skóla, barnanna vegna og einnig foreldranna og samfélagsins alls.
 • Hlutverk Landssamtakanna Heimilis og skóla, markmið að stuðla að ráðgjöf og stuðning til foreldra og foreldrafélaga og gefa út fjölbreytt fræðsluefni, endurreisn foreldrastarfs og innleiðing farsældarsáttmála.
 • Velferð barna er sameiginlegt verkefni heimilis og skóla. Ávinningur, betri líðan, námsárangur sem bætir skóla- og bekkjarbrag.
 • Skólinn þarf að vera leiðandi í samskiptum við foreldra, bjóða til samstarfs og þátttöku. Mikilvægt og fjölbreytt hlutverk foreldra, stuðla að góðri skólamenningu með þátttöku í foreldrastarfinu.
 • Endurreisn foreldrastarfs. Mjög mikilvægt verkefni að ná samfélagslegri þátttöku, víðtækt samstarfsverkefni við aðila skóla- íþrótta- og æskulýðssamfélagsins. Farsældarsáttmáli sem allir geta notað. Fylla inn í hann með samtali á hverjum stað. Stillir saman strengi. Eykur skilning. Farsældarsáttmálinn getur búið til öflugan ramma utan um foreldrasamstarfið. Svæðissamstarf.
 • Áhugi, ábyrgð og áhrif. Göngum frá því að allir vilja taka þátt. Segja foreldrastarf á dagskrá, það þarf þorp til að ala upp barn.
 • Gera foreldrastarfið áhugavert og eftirsóknarvert.

Scroll to Top