Samtök áhugafólks um skólaþróun gengust fyrir námstefnu um vettvangsnám og útikennslu í Flataskóla í Garðabæ 13.-14. ágúst. Báða dagana, fyrir hádegi, voru kynningar á áhugaverðum skólaþróunarverkefnum sem snerta útinám og útikennslu. Eftir hádegi var boðið upp á fjölbreyttar vettvangsferðir þar sem leiðbeint var um útinám.
Ráðstefnustjórar: Auður Pálsdóttir og Jakob Frímann Þorsteinsson.
Dagskrá árdegis:
- Auður Pálsdóttir og Jakob Frímann Þorsteinsson, Kennaraháskóla Íslands, fjalla um útinám í skólastarfi
- Ólafur Oddsson, Skógrækt Ríkisins, segir frá skólaþróunarverkefninu Lesið í skóginn
- Ingibjörg Stefánsdóttir, Leikskólanum Álfheimum og Særún Ármannsdóttir, Leikskólanum Hofi, fjalla um útinám í leikskólastarfi
- Fjallað verður um Náttúruskóla Reykjavíkur – stöðu hans og framtíðarsýn
- Guðmundur Finnbogason, kennari í Laugarnesskóla, segir frá hugmyndum um útieldun í heimilisfræði
- Kennarar við Álftanesskóla kynna rannsóknarverkefni um margæsir
- Kennarar við Selásskóla fjalla um endurvinnslu og útkennslu
- Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, fjallar um útilíf, valfag á unglingastigi
- Kristín Einarsdóttir, Smáraskóla, fjallar um ferðir og ferðalög á vegum Smáraskóla
- Fjallað verður um stöðu og framtíðarsýn náms og kennslu í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum
- Hrafnhildur Sævarsdóttir, kennari í Sjálandsskóla, fjallar um útikennslu í íþróttum
- Guðríður Dóra Halldórsdóttir. Aðalbjörg Ólafsdóttir og Hulda Björk Jóhannsdóttir kennarar við Sæmundarskóla segja frá hugmyndum um útinám sóttar til Tékklands
Vettvangsferðir að vali þátttakenda:
- Heimsókn í Katlagil undir leiðsögn kennara í Laugarnesskóla en þar er 50 ára reynsla af útikennslu.
- Björnslundur við Norðlingaskóla verður heimsóttur undir leiðsögn kennara við skólann.
- Starfsfólk Sjálandsskóla kynnir vettvangsnám við og á Arnarnesvogi (þar sem m.a. gefst kostur á kajaksiglingu).
- Ferð um Fossvogsdal og Elliðaárdal þar sem kynnt verða útikennsluverkefni Fossvogsskóla.
- Jarðfræðiferð að Búrfelli um Búrfellsgjá og að Valabóli og Kaldárseli.
- Lífríki Vífilsstaðavatns og Hraunsholtslæks og næsta nágrenni kannað og leiðbeint um tegundagreiningu
- Heimsókn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn þar sem leiðbeint verður um fjölbreytt verkefni.
Nánari dagskrá og námstefnugögn er að finna á þessari slóð: https://notendur.hi.is/ingvars/SAS/Dagskra.htm