Nýjar greinar um þróunarverkefni í framhaldsskólum

Vakin er athygli á því að nýlega hafa birst fjórar greinar um þróunarverkefni í framhaldsskólum í Skólaþráðum:

Fyrst er að nefna grein Þjóðbjargar Gunnarsdóttur þróunarverkefni í Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Sprett, sem beindist m.a. að því að koma betur til móts við nemendur með annað móðurmál en íslensku, sjá hér: https://skolathraedir.is/2023/01/22/sudurnesjasrettur/

Önnur greinin er eftir Helgu Birgisdóttur og Sigríðar Halldóru Pálsdóttur, en þær fjalla um lokaverkefni á stúdentsbrautinni K2: Tækni- og vísindaleið í Tækniskólanum. Á brautinni er byggt á hugmyndum um verkefnastýrt nám þar sem hugmyndafræði leiðsagnarnáms er í forgrunni. Þessar áherslur birtast vel í fjölbreyttum lokaverkefnum þar sem nemendur fá þjálfun í að „hugsa út fyrir rammann“! Sjá hér: https://skolathraedir.is/2023/01/30/vegvisir-lokaverkefni/

Þriðja greinin er eftir Geir Finnsson, kennara við Menntaskólann á Ásbrú. Geir hefur verið að þreifa sig áfram með að nota vendikennslu í kennslu sinni og segir í greininni frá því hvernig til hefur tekist! Sjá hér: http://skolathraedir.is/2023/02/13/enskukennsla-reynsla-af-vendinami/

Loks er að nefna grein Hjördísar Þorgeirsdóttur en hún segir frá hugmyndum enska menntunarfræðingsins Guy Claxton um að virkja námskraft (e. learning power) nemenda. Hjördís byggir á eigin reynslu, en hún byggði starfendarannsókn á þessum kenningum á félagsfræðinámskeiði í MS. Sjá hér: https://skolathraedir.is/2023/02/04/namskraftur/