Tilnefning til Íslensku menntaverðlaunanna 2020
Framúrskarandi skólastarf
Pólski skólinn í Reykjavík fyrir mikilvægan stuðning við tvítyngda nemendur og þróun fjölmenningarlegs samfélags á Íslandi, sem og fyrir fjölbreyttar kennsluaðferðir og öfluga starfsþróun.
Szkoła Polska w Reykjaviku za istotne wsparcie edukacji uczniów dwujęzycznych i rozwoju wielokulturowego społeczeństwa na Islandii oraz za różnorodne metody nauczania i intensywny rozwój zawodowy nauczycieli.
Pólski skólinn í Reykjavík var stofnaður árið 2008 af hópi pólskra kennara og foreldra sem vildu auka aðgang að móðurmáli, pólskri sögu og landafræði Póllands fyrir börn á höfuðborgarsvæðinu. Skólastjóri er Katarzyna Dreksa.
Skólinn er rekinn af Vinafélagi Pólska Skólans í Reykjavik. Til vinafélagsins teljast allir foreldrar barna sem stunda nám í skólanum og kennarar hans. Í skólanum eru að jafnaði milli 200-300 nemendur á aldrinum 3 til 18 ára.
Kenndar eru þessar greinar: pólska, saga, náttúrufræði, landafræði og félagsfræði, en einnig gefst kostur á tónlistarkennslu, talþjálfun og sérkennslu. Skólasálfræðingur er með ráðgjöf fyrir nemendur og foreldra. Þá rekur skólinn bókasafn þar sem allir geta gerst áskrifendur.
Kennt er í Fellaskóla á laugardögum.
Í Pólska skólanum er mikil áhersla á að kenna pólsku og veita þannig mikivægan stuðning fyrir tvítyngda nemendur á Íslandi, ekki eingöngu á höfuðborgarsvæðinu. Nemendur sem stunda nám í Pólska skólanum efla móðurmál sitt og þess vegna eru þeir betur undirbúnir til að tileikna sér íslensku sem er undirstaða þess að vera virkir þáttakendur í íslensku samfélagi. Skólinn gegnir líka hlutverki tengiliðs mili íslensks og pólsks samfélags með því að veita upplýsingar og veita aðstoð sem varðar ýmis málefni, auk þess að bjóða upp á námskeið fyrir pólskumælandi kennara og foreldra.
Sjá einnig á heimasíðu skólans.
