Nú er ljóst að vegna sóttvarna er ekki hægt að halda ráðstefnuna 13. ágúst (Öll börnin okkar: Hvernig komum við til móts við fjölbreyttan nemendahóp?) með því sniði sem áformað var og vinnur undirbúningsnefndin nú að því, með fyrirlesurum og leiðbeinendum, að finna leiðir sem byggjast á rafrænum útfærslum, streymi, fjarfundum og upptökum og miðar því vel. Ljóst er þó að nokkrir dagskrárliðir falla niður.
Skráningu er lokið en þeim sem hafa áhuga á bætast í hópinn er boðið að senda beiðni um það á þetta netfang: ingvars(hja)hi.is. Skráið í þessari röð: Nafn, kennitölu, netfang og vinnustað sem og kennitölu þess sem greiðir reikning.
Þátttakendur fá sendan tölvupóst með nánari upplýsingum að kvöldi 11. ágúst