Ráðstefnur framundan

Tvær ráðstefnur eru nú í undirbúningi á vegum Samtaka áhugafólks um skólaþróun á þessu ári.

Hin fyrri verður í Menntaskólanum við Sund, föstudaginn 12. maí (síðdegis) og verður helguð starfendarannsóknum. Samtökin standa að ráðstefnunni í samvinnu við Félag um menntarannsóknir, Rannsóknarstofu um starfendarannsóknir, Dalskóla, Krikaskóla og MS. Dagskrá verður kynnt fljótlega. Takið daginn frá!

Ágústráðstefna samtakanna verður í Helgafellsskóla föstudaginn 11. ágúst. Þemað er: Upp úr hjólförunum! Aðalfyrirlesari í árdegisdagskrá verður dr. Thomas Hatch, prófessor við Comlumbia háskóla, sem flytja mun erindi sem hann byggir á bók sinni The education we need for a future we can’t predict. Aðrir aðalfyrirlesarar verða þau Hjálmar Gíslason, frumkvöðull, Hildur Arna Håkansson, kennari Skarðshlíðarskóla og Málfríður Bjarnadóttir, deildarstjóri í Helgafellsskóla.

Stefnt er að því að bjóða síðdegis upp á fjölbreytta dagskrá; málstofur, vinnusmiðjur og samræður um skólaþróunarverkefni á öllum skólastigum þar sem farið hefur verið inn á nýjar brautir. Við hvetjum félagsmenn til að bjóða efni fyrir þessa dagskrá og eins að hvetja aðra til að gera það. Rétt er að geta þess að vinna við ráðstefnur á vegum Samtakanna er yfirleitt að mestu sjálfboðavinna, en verði rekstrarafgangur þegar reikningar hafa verið greiddir, er honum skipt á milli þeirra sem lagt hafa af mörkum í formi gjafabréfa.

Rétt er að nefna að við gerum ráð fyrir þriðju ráðstefnunni í nóvember – auk aðalfundar – meira um það síðar.

 

Scroll to Top