Félag um starfendarannsóknir og Samtök áhugafólks um skólaþróun efndu til ráðstefnu um starfendarannsóknir í Verzlunarskóla Íslands, 16. apríl 2010. Ráðstefnan hlaut heitið AÐ VAXA Í STARFI!
Dagskrá
Kl. 14:00 Setning ráðstefnustjóra
Þorkell Diego, yfirkennari Verzlunarskóla Íslands
Kl. 14:05 Hvað eru starfendarannsóknir?
Hafþór Guðjónsson, dósent við menntavísindasvið Háskóla Íslands
Kl. 14:20 Samfélag jafningja
Svava Björg Mörk leikskólastjóri Bjarma
Kl.14:40 Spinnum þráðinn saman, foreldrar og kennarar
Erna Ingvarsdóttir, deildarstjóri, Grunnskólinn í Hveragerði
Kl.15:00 „Það er ekki röddin sem svarar, það er bara fingrasetningin“
Ívar Rafn Jónsson, sálfræðikennari, Borgarholtsskóla
Kl. 15:20 Heyrandi íslenskukennari í leit að lestrar-og ritunarauðlindum heyrnarlausra nemenda
Karen Rut Gísladóttir, doktorsnemi við menntavísindasvið Háskóla Íslands
Kl.15:40 Kaffihlé
Kl.15:50 Umræður í hópum
Kl.16:40 Ráðstefnulok
Kl. 16:40 Aðalfundur Félags um starfendarannsóknir
Hjördís Þorgeirsdóttir, konrektor Menntaskólans við Sund, stýrði fundi